Franek Rozadowsky, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, sagði í fréttum um helgina að "gjafaþjóðirnar" (donors) hikuðu við að rétta Íslendingum hjálparhönd vegna tregðu okkar að undirgangast Icesave skuldbindingarnar.. Smám saman er það að renna upp fyrir "gjafaþjóðunum" að Alþingi mun ekki samþykkja Icesavedrögin án þess að settir verði fyrirvarar við þau.
Nánasti samstarfsmaður forsætisráðherra gagnrýndi um helgina stórgóða grein Evu Joly um bága stöðu þjóðarinnar gagnvart kröfum, sem ríkisstjórnir nokkurra landa hafa gert á íslensk stjórnvöld, mestan part vegna þess að óvitarnir íslensk stjóprnvöld komu ekki í veg fyrir að nokkrir Heimdellingar byggju til peningalega svikamyllu.
Franek Rozadowsky, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, kom fram í hádegisfréttum RÚV í dag. Hann talaði um nauðsyn þess fyrir Íslendinga að efla gjaldeyrisforða sinn með lántökum frá AGS, Norðurlöndum og öðrum "gjafaþjóðum", " donors".
Gott var að lesa grein Evu Joly, ráðgjafa íslenskra rannsóknaraðila vegna bankahrunsins og þingmanns á Evrópuþinginu, sem birtist samtímis í Morgunblaðinu, norska blaðinu Aftenposten, franska blaðinu le Monde og breska dagblaðinu Daily Telegraph.
Birtist í DV 31. 07. 2009. Almennt séð vil ég eins lítið af boðum og bönnum og mögulegt er að komast af með. Ég er nefnilega sammála þeirri grundvallarhugsun sem breski heimsspekingurinn John Stuart Mill setti fram í riti sínum Frelsinu, sem kom út á Bretlandi upp úr miðri 19.
Ágæti Ögmundur. Ég hefði viljað fá þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB. Ég er jafnframt afar ósáttur við þau orð Jóhönnu forsætisráðherra að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli aðeins vera ráðgefandi en ekki bindandi.
Hinn 1. maí 2008 voru stofnuð Samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum. Þessi samtök hafa haft það stefnumarkmið að sjá til þess að áfengissalar fari að landslögum og auglýsi ekki vöru sína.