Mér líst vel á að fá flugvallarmálið í þjóðaratkvæði. Þá mun liggja skýr fyrir þjóðarviljinn og er ég sammála þér að þá beri ríki og borg að komast að niðurstöðu í samræmi við þennan vilja.. Ég hef hins vegar efasemdir um að borgin muni láta segjast jafnvel þótt staðfest yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu það sem við reyndar öll vitum að yfirgnæfandi meirihluti vilji halda vellinum í Vatnsmýrinni.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 03/04.09.16.. Má setja nokkur hundruð milljónir í prívatvasa? Spurt er að gefnu tilefni, umræðunni um kaupauka til umsýslunarmanna þrotabúa föllnu bankanna.
Palestínski hungurfanginn Bilal Kayed hefur nú ákveðið að hætta svelti sínu eftir rúmlega 70 daga föstu. Ísraelsk yfirvöld, sem hafa haldið honum í fangelsi undanfarna mánuði án dóms og réttarhalda, hafa fallist á að láta hann lausan 12.
Ég hef í forundran fylgst með umærðunni í kjölfar ummæla þinna á þá lund að stundum sé reynt að nota kynferði sjálfum sér til framdráttar og þá ekki síst til að skjóta sér undan því að axla ábyrgð í erfiðum málum. Þetta er alveg hárrétt.
Hvert sæti var skipað á efri hæðinni í Iðnó í gærvöld þegar ég sagði frá ferð minni til Palestínu í síðustu viku til að safna liði til stuðnings baráttufanganum Balil Kayed, sem nú hefur verið hátt í 70 daga í mótmælasveiltii.
Um helgina tók ég þátt í umræðu í tveimur þáttum á ljósvakanum og var í báðum þáttum fjallað um jöfnuð og jafnrétti, annars vegar í kjaralegu tilliti og hins vegar kynbundnu.