Fara í efni

JÓEL A. VILL SVAR OG FÆR ÞAÐ

Hver er þín afstaða til fólksfjölgunaráforma Bjartrar framtíðar og visa ég þar í nýlega flokkssamþykkt um að fjölga Íslendingum upp í 800 þúsund á næstu þrjátíu árum? Svar óskast.. Jóel A.. . Þakka þér fyrir bréfið Jóel.. Sannast sagna þá hef ég litið á fámennið sem sérstök forréttindi Íslendinga.
Hnefinn 2

VITA MENN AF HVERJU ÞEIR ERU SVONA REIÐIR?

Mikill hugaræsingur er víða vegna nýgerðra búvörusamninga. Brigslyrði og ásakanir ganga á víxl. Fjölmiðlar, sumir hverjir, krefja þingmenn sagna um afstöðu eða afstöðuleysi eftir atvikum og er sérstaklega til umræðu að margir hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu.
Pompidou 2

POMPIDOU STOFNUN RÆÐIR VÍMUEFNAFORVARNIR

Síðastliðinn þriðjudag flutti ég erindi á námskeiði sem haldið var í Stokkhólmi fyrir sérfræðinga í vímuefnaforvörnum.

ENGAR LÍFEYRIS-SKERÐINGAR!

Ég er sámmála því sem skrifað var hér á síðuna um bóusuna og lífeyrismálin. Að taka það í mál að skerða lífeyri um svo mikið sem eina krónu á sama tíma og forréttindaliðið, þar á meðal viðsemjendur launafóilks, eru að raka til sín milljónum á mánðuði í "laun" og bónusa, á hreint ekki að koma til greina!. Sunna Sara.

FORGANGSRÖÐ VERKALÝÐS-HREYFINGAR Í HEIMI BÓNUSA

Af hverju ættu opinberir starfsmenn að afsala sér lífeyrisréttindum sem tók þá áratugi að öðlast og var haldið niðri í launum fyrir bragðið? Er það ekki almenna markaðarins að ná kjörunum upp á við? Það hefur verið gert með talsverðum árangri.´Ég er sammála þér Ögmundur að í þá áttina á að jafna kjörin, upp á við!  . Finnst verkalýðshreyfingunni núna, í heimi milljarða bónusanna, það vera forgangsverkefni að ná niður lúsarlífeyri sins fólks? . Atvinnurekendavaldið kemur mér ekki á óvart.

ÖÐRU VÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ

Ég hlustaði á ræðu þínu um almannatryggingafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi og samhengið við hugsanlegar breytingar á lögum um lífeyrissjóði.
nine eleven

Í TILEFNI AF 9/11

Á heimasíðu sænsku friðarstofnunarinnar Transnational Foundation for Peace and Future Research, TFF, er tilvitnun í fransk/kúbanska rithöfundinn Anaïs Nin þar sem hún segir á þessa leið: Við greinum veröldina ekki eins og hún er, heldur eins og við erum.
Frettablaðið

MISSTI AF FRELSISÞÖGNINNI

Birtist í Fréttablaðinu 09.09.16.. Forsvarsmenn nokkurra einkarekinna útvarpsstöðva hafa í tvígang skrifað sameiginlega greinar í blöð til að leggja áherslu á kröfur sínar um að skatta- og lagaumhverfi ljósvakamiðlanna tryggi þeim jafna samkeppnisstöðu á við Ríkisútvarpið.
OJ - Lífeyrir

EKKI SKERÐA LÍFEYRISRÉTTINDIN!

Mestu ávinningar kjarabaráttu undangenginna áratuga voru á sviði lífeyrismála. Samtök opinberra starfsmanna stóðust áhlaup á kerfið 1986 og sömdu um tvíþætt kerfi, gamalt og nýtt.
Frettablaðið

GRASRÓTARPÓLITÍK AÐ KVIKNA?

Birtist í Fréttablaðinu 08.09.16.. Þegar ég hóf langskólanám undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, voru námslánin enn lágt hlutfall af framfærslukostnaði.