Alþingi er nákvæmlega sama platið og áður. Birgitta Jónsdóttir segir í viðtali við Fréttablaðið að gagnsæi verði að ríkja um starfskostnaðargreiðslur þingmanna.
Þú vísar í grein þinni í átökin um lífeyrismál árið 1996. Við unnum það mál vegna alvöru baráttu. Nú er okkur sagt í fréttum að samtök opinberra starfsmanna séu ekki hlynnt lífeyrisfrumvarpi ríkisstjórnarinnar og andstæðingar á þingi ætli ekki að styðja frumvarpið! Með örðum orðum, ætla ekki að berjast á móti - bara ekki styðja.
Hjá mér hefjast jólin á tónleikum Breiðfirðingakórsins. Í kvöld söng hann í Fella- og Hólakirkju og var söngskráin í senn hátíðleg og skemmtileg, blanda af innlendum og erlendum lögum, gömlu og nýju.
Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag sat ég ráðstefnu í Brussel um málefni Kúrda. Þetta var 13. ráðstefna sinnar tegundar íBrussel um málefnið en að henni stóðu stuðningssamtök Kúrda ásamt Vinstri-sósíalistum, Sósíal-demókrötum og Græningjum á þingi Evrópusambandsins.
Ég var að hlusta á Sigurð Inga, starfandi forsætisráðherra, tala um mikilvægi þess að samræma lífeyrisréttindin þannig að fólk gæti farið á milli lífeyrissjóða án skerðinga! En gengur samræmingin ekki út á að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna? Ég þykist vita að þú getir svarað þessu Ögmundur.. Verðandi lífeyrisþegi . . Jú, ég get svarað þessu og svarið er já.. Kv., . Ögmundur