
FYRSTA SJÁLFTÖKUMYNDIN!
15.07.2016
Það er ekki seinna vænna að nútímavæðast. Í morgun bauðst mér að sitja fyrir á sjálftökumynd - hinni margrómuðu SELFIE - og er það í fyrsta skipti sem ég er myndatökumaður á slíkri mynd! . . Þetta var að loknu útvarpsspjalli í Bítinu á Bylgjunni með þeim Þorbirni Þórðarson og Hugrúnu Halldórsdóttur þar sem umræðuefnið var markaðsvæðing innan heilbrigðisþjónustunnar með sérstakri tilvísan til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.