Fara í efni

Í BÍTIÐ Á BYLGJUNNI: Á ÍSLANDI ER MINNST FÚKKALYFJANOTKUN Í HEIMI - ENNÞÁ!

Bylgjan í bítið 2 rétt
Bylgjan í bítið 2 rétt

Á Íslandi er minnst fúkkalyfjanotkun í heimi sagði Vilhjálmur Svanson, sérfræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum á Bylgjunni í morgun. Þeir Heimir og Gulli ræddu þar við hann um hættuna sem stafar af innflutningi á ferskum matvælum. Vilhjámur sagði að sumt smit í dýrum og mönnum væri erfitt að stöðva en annað væri hægt að koma í veg fyrir. Viðtalið var fróðlegt en athygli er vakin á að Vilhjámur og Karl G. Kristjánsson, yfirlæknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum verða ræðumenn á hádegisfundi í Iðnó á morgun, laugardag klukkan 12. Fundurinn er öllum opinn! Þetta málefni verða sem flestir að kynna sér því opnun á innflutningi á ferskum matvælum, sem nú er á vinnsluborði stjórnvalda, gæti haft alvarlegar afleiðingar.

Hér er viðtalið við Vilhjálm Svansson
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP52580