Stjórn Bashar al-Assads í Sýrlandi féll snemma í desember fyrir íslamíska andstöðuhópnum Hayat Tahrir al-Sham (HTS) og vopnabræðrum hans. Þessu var lýst á Vesturlöndum sem uppgjöri almennings við illræmdan einræðisherra ... Þeir sem ekki gleypa vestrænar fjölmiðlafréttir hráar vita hins vegar að þetta „borgarastríð“ hefur í óvenjulegum mæli verið geopólitískt stríð um Sýrland ...
Í samráði við Alfred de Zayas birti ég í dag í dálkinum Frjálsir pennar tvær mjög áhugaverðar greinar eftir hann um þær áskoranir sem alþjóðakerfið stendur frammi fyrir ... Hér að neðan er þýðing mín eða samantekt á annarri greininni en báðar greinarnar er að finna í heild sinni hér á ensku ...
Birtist í Morgunblaðinu 02/01.25.
Á Þorláksmessu birtust tvær greinar í Morgunblaðinu þar sem fjallað var um kjarasamninga .... Annars vegar er það bæjarstjórinn í Kópavogi, Ásdís Kristjánsdóttir, sem vill afnema „sérréttindi“ opinberra starfsmanna ...Hin greinin fjallar um gervistéttarfélög og er eftir Sighvat Bjarnason flugmann ...
... Lögbrjótarnir sem nú eru komnir með launaða lögmenn til að básúna ósannindin segjast sjálfir vera að fjölga útsölustöðum, það er að segja verslunum með áfengi! Á sama tíma segja þeir að lögin sé óljós hvað þetta varðar. En hvað er óljóst? ...
Vinum og ættingjum og öllum öðrum lesendum þessarar síðu sendi ég hugheilar jólakveðjur. Nú þráum við að heyra friðarboðskap úr munni sérhvers manns. Víða um veröldina ríkir vargöld, hún er ...
Augljóst er að nýja ríkisstjórn skortir ekki sjálfstraust. Hún hefur enda fengið mikið lof og prís í aðdraganda stjórnarmyndunar. Að vísu hefur þetta lof og prís komið mest frá „valkyrjunum“ sjálfum sem svo hafa kallað sig. En auðvitað er það ekki verra að vera ánægður með sjálfan sig en fyrir því þarf þá að vera innistæða. Sú innistæða á eftir að koma ljós í verki ...