... Í þessum baráttuanda hvet ég alla til að þeyta bílhorn eða hringja bjöllum klukkan eitt í dag – á eineltisdaginn – til að minna okkur sjálf á eigin ábyrgð og samfélagið allt að sama skapi. Á myndinni er lítil bjalla frá Nepal að ég held, sem góð vinkona mín gaf mér. Í þessa bjöllu frá Himalaja fjöllunum slæ ég klukkan eitt ...
Ég er ekki frá því að heldur færist það í vöxt að Facebook ritskoði efni sem birtist frá okkur "feisbókarvinum" á miðlinum. Ákall Kristínar Sólveigar Bjarnadóttur um stuðning við stríðshrjáð börn á Gaza og gagnrýni hennar á morðæðið þar þykir ekki samrýmast "community standards" Facebook.
Svo var þarna líka ljóð Kristjáns frá Djúpalæk um ...
Kristín Sólveig Bjarnadóttir birtir í dag áhrifamikla sunnudagshugvekju á feisbókarsíðu sinni og biður okkur að hugleiða hana. Það hef ég gert og um leið og ég færi henni þakkir sendi ég hér með skilaboð hennar áfram. Þau eru þessi ...
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 02/03.11.24.
... Áttatíu og fimm prósentin úr skoðanakönnuninni voru þarna með öllu gleymd. Nú var það bara spurning um að þjóna prósentunum þremur, efla markaðinn og samkeppniseftirlitið og síðan gleðjast yfir hverri krónu í auðlindasjóð sem samherjunum í sjávarútvegi tækist ekki að fela ...
Áhrifaríkt aukablað fylgdi Heimildinni 11. október síðastliðinn. Það blað hverfur ekki úr huga mér og það á það heldur ekki að gera. Þarna er að finna nöfn 11.355 palestínskra barna og 40 ísraelskra barna yngri en 18 ára. Þetta eru nöfn þeirra barna sem kennsl hafa verið borin á en ...
Á Alþingi eru ófáir hagsmunagæslumenn fyrir fjármagnsöflun. Bæði sóknarmenn og í vörninni. Það er ekki einu sinni svo að í markinu hafi verið markvörður almennings. Í frétt á DV – það er dv.is, segir ...