Fara í efni
FÓLK SEM ANDÆFIR RITSKOÐUN OG STYÐUR FRJÁLSA FJÖLMIÐLUN

FÓLK SEM ANDÆFIR RITSKOÐUN OG STYÐUR FRJÁLSA FJÖLMIÐLUN

Ég held það hafi verið á fimmtudagkvöld að Berta Finnbogadóttir hreyfði þeirri hugmynd að við færum að dæmi Breta og söfnuðumst saman við þinghús okkar í hádeginu í dag til að leggja áherslu á kröfu um að bresk stjórnvöld falli frá því að senda Julian Assange, stofnanda Wikileaks upplýsinga- og fréttaveitunnar, til Bandaríkjanna en þar yrðu bornar á hann sakir sem myndu kalla yfir hann 175 ára fangelsdóm ...
HVERNIG Á AÐ TRYGGJA FRIÐINN?

HVERNIG Á AÐ TRYGGJA FRIÐINN?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.10.22. Með réttlæti svarar utanríkisráðherra Íslands og segir heill mannkyns ráðast af því að sigrast á Rússum í Úkraínu. Svo mæltist ráðherra á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. En svo má ekki gleyma hinu að við fyrirfinnumst líka, og fer að ég hygg ört fjölgandi, sem þykir þetta vera varasöm nálgun. Í Úkraínu heyr NATÓ nú stríð við ...
SAMSTAÐA VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ KLUKKAN  12 Á LAUGARDAG TIL STUÐNINGS JULIAN ASSANGE OG WIKILEAKS: VERJUM…

SAMSTAÐA VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ KLUKKAN 12 Á LAUGARDAG TIL STUÐNINGS JULIAN ASSANGE OG WIKILEAKS: VERJUM FRJÁLSA FRÉTTAMENNSKU!

Efnt verður til samstöðu við Alþingishúsið í hádeginu laugrdaginn 8. október á milli klukkan tólf og eitt til þess að krefjast þess að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði þegar í stað látinn laus úr fangelsi í Bretlandi og að fallið verði frá því að framselja hann til Bandaríkjanna. Þar yrðu honum birtar ákærur sem varða fangelsisvist til æviloka ...

Vindrafstöðvar, bilanatíðni þeirra, og „bilun“ ráðamanna - Bófar „bjarga heiminum“ -

...   Það horfir ekki vel um framtíð og ásýnd íslenskrar náttúru ef áform græðgisfólks á Íslandi, með stuðningi erlends græðgisfólks, ná fram að ganga. Fyrst er að nefna að raforkuframleiðsla, sem hluti innviða samfélaga, ætti ævinlega að vera í opinberri eigu, að langmestu leyti ...
MINNINGARORÐ UM RAGNAR ARNALDS

MINNINGARORÐ UM RAGNAR ARNALDS

Í dag fór fram útför Ragnars Arnalds fyrrum alþingismanns og baráttumanns fyrir þjóðþrifamálum, fullveldi Íslands og herlausu landi. Margir minntust Ragnars í minningargreinum í Morgunblaðinu í dag og var ég í þeim hópi. Eftirfarandi eru mín minningarorð um Ragnar Arnalds ... 

FRÉTTABLAÐIÐ: SEÐLABANKASTJÓRI SEGIR FÓLK SÉ FARIÐ AÐ SKILJA VERÐBÓLGU

Vanhæfni sína víst má dylja vaxtaokrið leiðir hann Ómenntaðir menn þó skilja að minna en lítið kann. Hann öfugmæla vísur virðir um verkalýðsins auma hag Fyrir velferðina víst nú girðir Því vaxtaokur er hans fag. ... Höf. Pétur Hraunfjörð .

AFSAL Á STJÓRNUN AUÐLINDA OG AUÐLINDUNUM SJÁLFUM – Orkupakkar ESB

Reglan um varanlegt fullveldi fólks og ríkja yfir náttúruauðlindum tók að festast í sessi, sem ný regla í alþjóðarétti, eftir lok seinni heimsstyrjaldar, eða eftir 1945.  Ályktanir   og   ákvarðanir   eru formleg tjáning á skoðunum eða vilja innan stofnana Sameinuðu þjóðanna. Margs konar ályktanir um fjölbreytileg efni hafa verið samþykktar af helstu stofnunum Sameinuðu þjóðanna og undirstofnunum þeirra frá ...
TÖFRASPROTI ÞORSTEINS

TÖFRASPROTI ÞORSTEINS

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24/25.09.22. Laugardagurinn sautjándi september síðastliðinn var sólríkur dagur í Reykjavík og veður stillt. Ég man að ég hugsaði þegar ég gekk inn í hátíðarsal Háskóla Íslands að það hlyti að teljast til dirfsku að boða til málþings á slíkum degi nú þegar haustrigningarnar væru gengnar í garð. Varla vildu menn láta loka sig lengi inni á meðan sólin skein í heiði og ekki hreyfði vind. En svo hófst Þorsteinsþing. Það var ...

UM ÓGNVALDA SAMFÉLAGS

Mynd af tveimur vegvilltum framleiðendum á “ hríðskotabyssum úr plasti”, sögðum á slóð nýnasista, er nú uppdregin til skelfingar fólki öllu. “Samfélag lögreglu” og Alþingi sagt skotmark í hugarórum tvímenninga. Í sjö mánuði segist dómsmálaráðherra hafa setð fast að samningu frumvarps til laga um að galopnað verði aðgengi valdkerfis, lögreglu, að öllum persónusamskiptum þegna landsins, á netinu og símleiðis. Á það við um pólitísk samskipti jafnt og öll önnur ...
DAUÐI DROTTNINGAR OG DUFT HINNA DÁNU

DAUÐI DROTTNINGAR OG DUFT HINNA DÁNU

...  Nú gerist það að Elísabet Englandsdrottning fellur frá hátt á tíræðisaldri. Fjölskyldan syrgir sem eðlilegt er svo og vinir og vandamenn. En þá hefst líka mikið sjónarspil sem nær langt út fyrir það sem prívat og hóflegt getur talist og á sér félagslegar víddir sem vert er að íhuga. Það er nefnilega svo að ...