Fara í efni

Greinasafn

2007

GEGN AUÐVALDI - KJÓSUM VG

Heill og sæll Ögmundur. Er ekki kominn tími til þess að við sem minna höfum heldur en milljarðamæringarnir förum að berjast af alvöru gegn valdi auðsins ? Ég bara spyr vegna fréttar úr þínu nýja kjördæmi um lóðaúthlutun í Kópavogi og svekkelsi Þorsteins Baldvinssonar út af því að fá ekki endalóðina sem var dregin út.

SÝNUM ÍSLENSKA FÁNANUM ÞÁ VIRÐINGU SEM HONUM BER

Sæll Ögmundur og gleiðlegt ár. Það gleður mig að þú hafir tekið á móti þjóðfána okkar, sem barist var fyrir, við sjálfstæði þessarar þjóðar.

ER ÞAÐ STEFNA RÍKISSTJÓRNARINNAR AÐ BOLA FÓLKI ÚT ÚR STÉTTARFÉLÖGUM?

Birtist í Blaðinu 04.01.07.Um áramótin tók Matís ohf. til starfa. Það bar til tíðinda á fundi með starfsmönnum fyrir fáeinum dögum að Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður, lýsti því yfir að stjórn hins nýstofnaða hlutafélags vildi ekkert hafa með stéttarfélög að gera! Á fulla ferð aftur á bak Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart úr munni fyrsta formanns Félags frjálshyggjumanna, sem stofnað var undir lok áttunda áratugar síðustu aldar.

ENN UM EIGNARRÉTT OG MANNRÉTTINDI

Sæll aftur Ögmundur.Þakka þér fyrir svar þitt við spurningu minni, hver væru uppáhaldsmannréttindi að þinni meiningu.Ég spurði vegna þess að mér finnst varasamt að gera upp á milli hinna ýmsu mannréttinda.

ATHYGLISVERÐ UMRÆÐA UM ÞJÓÐFÉLAG, STJÓRNMÁL OG FJÖLMIÐLUN

Nýlega hafa birst hér á síðunni athyglisverðar greinar um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um álitamál samtímans.

SIGURSVEIT SEND Í KRAGANN

Nú hefur verið greint frá því hvaða tillögur kjörnefnd VG í þremur kjördæmum gerir til kjördæmisráða og aðalfunda.
FORSÆTISRÁÐHERRA OG FORMENN STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Í BOÐI ALCAN!!!

FORSÆTISRÁÐHERRA OG FORMENN STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Í BOÐI ALCAN!!!

Getur einn fjölmiðill komist lengra í vesælmennsku en að efna til umræðu um liðið ár og það sem framundan er, með formönnum allra stjórnmálaflokka og þar með forsætisráðherra landsins, í boði álrisans Alcan! Þetta gerði Stöð 2 í gær í svokallaðri Kryddsíld.

ER FJÓRÐA VALDIÐ BARA BÓLGINN VÖÐVI?

Stundum eru fjölmiðlarnir kallaðir fjórða valdið í samfélaginu. Þessi skírskotun á rætur í aðgreiningu franska stjórnspekingsins Montesquieu á ríkisvaldinu en hann greindi það í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.