Sæll Ögmundur. Sé í pistli frá þér um aðför við tjáningafrelsið að þú ferð mikinn á móti þeim sem eru ekki sammála því ágæta fólki sem barðist gegn klámráðstefnunni.
Sæll Ögmundur.Þakka þér fyrir greinina um fátæktina í Morgunblaðinu á dögunum og fyrir athyglina sem þú hefur vakið á að með breytingu á virðisaukaskattinum sé veruleg hætta á að stuðla verði að frekari óhollustu.
Verkefnalistinn okkar: Margar góðar áætlanir eru á endurhæfingu náttúru landsins svo og velferðarmála. En ég hefi ekki komið auga á tillögur til úrbóta vegna fíkniefna og meðferðarmála.
Furðulegt er að ríkisstjórnin skuli hafa að engu tilmæli Lýðheilsustöðvar sem mæltist til þess að gosdrykkir og sykraðir drykkir yrðu ekki lækkaðir í verði nú um mánaðamótin eins og önnur matvara.
Í gærmorgun gerði Bjarni Ármannsson ágæt viðskipti sem hann hagnaðist bærilega á. Mbl.is sagði hæversklega frá undir fyrirsögninni "Bjarni Ármannsson kaupir og selur."Fréttin var þessi: "Fyrir opnun markaða í dag nýtti Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitni, rétt sinn samkvæmt kaupréttarsamningi dagsettum 1.3.2002 við bankann um að kaupa 15 milljón hluti í Glitni á verðinu 2,81 og seldi bankanum aftur á verðinu 28,2.
Ég trúi því ekki fyrr en í fulla hnefana að öllum sé sama þótt Alþingi samþykki skattabreytingar þvert á ráðleggingar Lýðheilsustöðvar, stofnunar sem sett var á laggirnar til að ráðleggja stjórnvöldum, þar með talið löggjafanum í manneldismálum.
Ég er stuðningsmaður VG eða öllu heldur - ég hef verið stuðningsmaður VG. Sennilega verð ég það áfram því hjá ykkur eru þrátt fyrir allt skástu frambjóðendurnir og sumir hverjir mjög að mínu skapi.
Á landsfundi Vinstri grænna sem haldinn var um síðustu helgi bar að vonum mörg þjóðþrifamál á góma, flest mikilvæg fyrir einhverja en önnur þó léttvægari.