Íslensk stjórnvöld hafa lagalegum skyldum að gegna gagnvart öllum sjúklingum í landinu. Þetta á líka við um vímuefnasjúklinga og fólk með geðræn vandamál.
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, fagnar því ákaft í fjölmiðlum í dag "að einkafyrirtæki sýni einkaframkvæmd í vegagerð áhuga." Í viðtali við Morgunblaðið lýsir ráðherra fögnuði sínum yfir því að fyrirtækið Norðurvegur ehf hefur lýst áformum um að gera upphækkaðan heilsársveg norður yfir Kjöl.
Ekki ætla ég að verða til að gagnrýna það að forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, Alcans og Hafnarfjarðarbæjar skuli hafa komið fram sameiginlega á fundi í gærmorgun til að kynna afstöðu sína til "stækkunar álversins í Straumsvík".
Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum og eyrum þegar ég sá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hefði tekið peninga úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að fjármagna áróðursbækling fyrir sjálfa sig og þar með Framsóknarflokkinn.
Heill og sæll! Vildi rétt skýra betur sjónarmið mitt í Kastljósinu um RÚV-frumvarpið. Ég tel alveg augljóst að það, að færa mannaráðningar frá Útvarpsráði alfarið til útvarpsstjóra, er til þess fallið að draga úr flokkspólitískum ráðningum, þótt sjálfsagt verði þær ekki úr sögunni.
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 30. janúar 2007 greiddi bæjarfulltrúi Vinstri grænna atkvæði gegn sameiginlegri tillögu Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um að auglýsa deiliskipulagstillögu Arkís fyrir hönd álbræðslunnar í Straumsvík og gerði sérstaka grein fyrir atkvæði sínu með meðfylgjandi hætti: Bæjarfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði gegn því að samþykkja að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Arkís vegna fyrirhugaðrar stækkunar Alcan samkvæmt 25.
Á það var bent hér fyrir nokkrum dögum að styrkur VG lægi í því að flokkurinn hefði þorað aða tala. Við þorum þegar hinir þegja var sagt. Daginn eftir að þess var getið hér á síðunni hafði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bersýnilega lært af síðunni ogmundur.is og sagði enfremur að fylgisleysi Samfylkingarinnar stafaði af því að Samfylkingin væri of pólitisk. Þetta er reyndar næsta átakanleg skýring en engu að síður athyglisverð einkum þegar þess er gætt að hún kemur frá formanni stjórnmálaflokks sem eiga að jafnaði að vera frekar pólitískir ef eitthvað er.