Fara í efni

Greinasafn

2007

ÞAÐ ÞARF NÝJA HAGSTJÓRN !

Það er ótrúleg ósvífni eða þekkingarleysi að halda því fram að það eitt að skipta út krónunni muni lækka matvælaverð.
MINNISBÓK KRISTÍNAR

MINNISBÓK KRISTÍNAR

Ekki leikur á því nokkur vafi að netmiðlarnir gegna sívaxandi hlutverki í fjölmiðlun og opinberri umræðu á Íslandi.

MISTÖK ERU MEINHOLL

Ég heyrði eitt sinn viðtal við lækninn, Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs. Hún var spurð um hagtölur og þegar hún svaraði þá sagði hún eitthvað á þá leið að hún skildi spurninguna, vissi ekki svarið og vildi ekki segja eitthvað sem hún ætti síðar eftir að harma að hafa sagt.Bæði eru tilsvörin eftirminnileg, svo og orð fréttamannsins sem hafði aldrei heyrt getið um slíka hreinskilni í fórum stjórnmálamanna.Skiptar skoðanir voru meðal manna um það hvort það teldist ásættanlegt að forsætisráðherra konungsríkisins léti hanka sig á spurningum um hagtölur og hvort það væri forsvaranlegt að kerlingin í brúnni segðist ekki hafa hugmynd um gang mála í hagkerfinu.

ÆTLAR FRAMSÓKN VIRKILEGA AÐ SVÍKJA RÍKISÚTVARPIÐ?

Birtist í Blaðinu 10.01.07.Í Blaðinu sl. fimmtudag er fróðleg frétt um frumvarp ríkisstjórnarinnar um háeffun Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni Málið í sama hnút og áður.

HLUTAFÉLAGAVÆÐING GEGN STARFSFÓLKI

Birtist í Morgunblaðinu 09.01.07.Þegar fram kom á Alþingi lagafrumvarp um að Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir á Keldnaholti og rannsóknarstofa Umhverfisstofnunar yrðu sameinaðar og gerðar að hlutafélagi mótmælti BSRB þeim áformum á ýmsum forsendum.

TÆKIFÆRISMENNSKA?

Sæll Ögmundur, var að lesa pistil þinn um Alcan og Kryddsíldina og langar að forvitnast hjá þér, þar sem bæði þú og formaður þinn hafið nú báðir nánast misst málið yfir þessu hneyksli að ykkar mati, hvers vegna þið gerðuð ekki þessar athugasemdir fyrir ári síðan þegar kryddsíldin var þá í boði Alcan? Ég vil segja fyrir mitt leyti að ég er ekki fylgjandi stækkun álversins í Straumsvík en ég er jafnframt algjörlega á móti því að stjórnmálamenn leggist á sama plan og þú og Steingrímur hafið gert í þessari umræðu, tækifærimennska eins og þessi á ekki að sjást í stjórnmálum.Sigurður J.Þakka þér bréfið Sigurður.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir: AÐ DEYJA EINN

Nýverið fannst kona á tíræðisaldri látin í Reykjavík. Hún hafði verið dáin í rúman mánuð, ein á heimili sínu, þegar lát hennar uppgötvaðist.Það kemur reglulega fyrir á Íslandi að aldraðir einstæðingar deyi einir - og liggi dögum eða vikum saman á heimili sínu áður en komið er að þeim, rotnandi.

ER ÓMARI EKKI ÓSKAÐ TIL HAMINGJU?

Þú segir í erindi þínu "FORSÆTISRÁÐHERRA OG FORMENN STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Í BOÐI ALCAN!!!" að stjórnmálaforingjar hafi verið í boði Alcan.
FRÁBÆR STUND Í BOÐI UNGRA VINSTRI GRÆNNA

FRÁBÆR STUND Í BOÐI UNGRA VINSTRI GRÆNNA

Í dag efndu Ung vinstri græn til "sorgar- og minningarstundar" um það land sem fór forgörðum við Kárahnjúkavirkjun.

EIGNARRÉTTURINN GETUR ORÐIÐ HJÁRÆNULEGUR

Gleðilegt ár gott fólk! Nokkur orð um eignarréttinn. Hver maður hefur vissulega sinn eignarrétt og hann ráðstafar honum að vild - að öllum líkindum.