Fara í efni

Frá lesendum

HELGI OG KJÖLFESTAN Í FL GROUP

Sæll Ögmundur.Sú var tíðin að ég tryggði mínar litlu eignir hjá Samvinnutryggingum. Skyndilega var ég orðinn viðskiptavinur VÍS við sameiningu Samvinnutrygginga og Brunabótafélag Íslands sem var í ríkiseign.

FÆÐINGARORLOFIÐ OG JAFNRÉTTIÐ

Sæll. Í stefnuskrá VG er kafli um jafnrétti. Mig langar til að spyrja þig, sem formann Fjölskyldu- og styrktarsjóðs, hvort að það samræmist stefnu flokksins að greiða ekki körlum úr sjóðnum?Haraldur Geir EðvaldssonSæll Haraldur Geir og þakka þér fyrir bréfið. Með nýjum lögum um fæðingarorlof sem tóku gildi í ársbyrjun 2001 náðist fram mikilvægt baráttumál launafólks og félagslegra afla um að lengja fæðingarorlof og skapa körlum samsvarandi réttindi og konum.

EIGA ÞEIR AÐ FÁ KVÓTANN SEM ÖSKRA HÆST?

Húsvíkingar hefðu betur fylkt liði í baráttu gegn kvótakerfi sem rænt hefur samfélagið drúgri lífsbjörg og einnig leitað í margrómaða hugmyndaauðgi Þingeyinga um atvinnuuppbyggingu.

SKYNSAMLEGAR REGLUR BETRI EN ENGAR?

Sæll Ögmundur.Varðandi umræðuna um símahleranir og njósnir á árum Kalda stríðsins sem hafa orðið töluverðar á undanförnum vikum er spurning hvort af tvennu illu væri ekki hyggilegt að fremur væru sett skynsamleg lög um þessi mál en engin.

UM BROTTHVARF HERSINS

Nú er herinn farinn - það er að segja líkamlega. Þessi her fer aldrei úr vitund þjóðarinnar - etv. sem betur fer.

TJÁNINGARFRELSIÐ BER AÐ VIÐRA - EINNIG ÞEIRRA SEM HAFA RANGT FYRIR SÉR

Ég var að lesa pistil þinn undir fyrirsögninni “STAKSTEINAR, MÁLFRELSIÐ OG MEIÐYRÐALÖGGJÖFIN” og er fullkomlega sammála svari þínu.

ER TÆKIFÆRI TIL BANKAYFIRTÖKU ?

Við endurfjármögnun íslenskra banka á skuldum sínum hafa vextir hækkað úr 10-20 punktum yfir LIBOR sem almennt gerist á þessum markaði í 70 – 80 punkta yfir LIBOR.

ÖR Á ÞJÓÐARSÁLINNI

Blessaður.Mér finnst sjálfsögð sú krafa að Alþingi verði kallað saman áður en fyllt verði á Hálslón. Í fyrsta lagi til að ákveða hvort þörf sé á rannsókn á öllu ferlinu og í framhaldi hvort ekki eigi að fresta fyllingu lónsins á meðan rannsóknarnefnd Alþingis kanni málið.

ÉG HELD HANN HEITI DOFRI...

Félagi Ögmundur !Mér finnst hafa farið lítið fyrir þér að undanförnu og hef áhyggjur af því. Var að velta því fyrir mér hvort þú hefðir fengið flensuskítinn sem sagt er að Guðni Ágústsson hafi legið í að undanförnu.Hvað um það; ert þú enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að reyna að sameina vinstri menn og græningja? Ég sé ekki betur en allskonar lið sé nú orðið óskaplega grænt og sjái ekkert því til fyrirstöðu að sameina bæði umhverfisverndina og þjónkun undir alheimskapítalið.

AÐFÖRIN AÐ JÖKULSÁNUM Í SKAGAFIRÐI AFTUR Á FULLA FERÐ

Iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins er illa upplýstur og  fer með ósannindi um stöðu virkjanamála í Skagafirði.