24.08.2020
Ögmundur Jónasson
Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur dómsmálaráðherra, sem er í hestaferð á Suðurlandi, til Reykjavíkur og aftur tilbaka. Landhelgisgæslan segir þetta hafi verið í leiðinni og þá væntanlega bæði fram og til baka. Þetta eru augljós ósannindi og er óneitanlega óþægilegt þegar kerfið er tilbúið að segja ósatt beint upp í opið geðið á okkur. Stutt er síðan ferðamálaráðherrann fór í dekurferð á vegum hótelkeðju, sem er siðlaust, og braut auk þess reglur sem hún var nýbúin að setja öðrum af því að það var svo gaman að hitta vinkonurnar og dómsmálaráðherrann segir okkur hve verðmætt það sé fyrir sig að komast á hestbak og í sól. Ríkisstjórnin kóar síðan með. Hvað á að kalla þetta? Vantar beinin í ... Mosi