Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Júlí 2006

LANGT GENGIÐ SEGIR VALGERÐUR UTANRÍKISRÁÐHERRA – HLÆGILEGT RUGL

Heill og sæll Ögmundur.Ég var á útifundinum við sendiráð Bandaríkjanna á Laufásvegi í kvöld og klappaði þegar þú fagnaðir því að ríkisstjórn Íslands krefðist vopnahlés í Líbanon.

ÞAKKA FRAMTAK VG GAGNVART OFBELDI ÍSRAELS

Sæll Ögmundur. Þakka greinaskrifin um ofbeldið gegn Palestínumönnum og innrásina í Líbanon. Sérstaklega var ég ánægður með bréf þingflokks VG til forseta ísraelska þingsins.

Á EKKI AÐ KANNA KOSTI OG GALLA EVRUNNAR?

Kæri Ögmundur. Hvernig líst ykkur á að hefja aðildarviðræður um kosti og galla evru og sjá svo til eða vitið þið kannski allt um evru? Bestu kveðjur.Jón ÞórarinssonHeill og sæll Jón og þakka þér fyrir bréfið.

UM LYFJAVERSLUN OG GREINDARLEG RÖK FRJÁLSHYGGJUNNAR

Sú var tíð að mest lá á því í íslensku samfélagi að selja Lyfjaverslunina sem við þegnarnir áttum - skuldlausa.

FLAGGAÐ Í HÁLFA STÖNG Á HÁLENDINU: TJÁ SORG SÍNA VEGNA LANDSINS SEM VERÐUR FÓRNAÐ

Sæll Ögmundur.Það gladdi mig og ég fann til stolts að heyra viðtal við Laufey Erlu Jónsdóttur landvörð í Kverkfjöllum í útvarpsfréttum í gærkveldi  og einnig á baksíðu Morgunblaðsins í  dag.

GAMALDAGS FRJÁLSHYGGJUTUÐI GERT HÁTT UNDIR HÖFÐI

Gott er að sjá að heimasíðan er aftur komin í gang en aldrei þessu vant kom ekkert inn á hana í nokkra daga. Ég man ekki eftir því að áður hafi þetta gerst! Ég saknaði þess að sjá ekki ný skrif á ogmundur.is, því það er orðin föst rútína hjá mér að opna síðuna með morgunkaffinu.Hvað um það, þá er eitt sem veldur mér heilabrotum og hlýtur svo að eiga við um fleiri.

OF STERKT ORÐALAG UM SPILAKASSA?

Las grein þína hér á síðunni um spilakassana, ekki þá fyrstu. Mér finnst rosalega sterkt orðalag hjá þér að "frábiðja sér ræðuhöld um ágæti Rauða krossins, Landsbjargar og HÍ á meðan þessir aðilar hafa fé af veiku fólki".

ÞAKKIR FYRIR UMFJÖLLUN UM SPALAFÍKN

Mér þótti gott að sjá bréfið frá Ágústi um spilafíknina. Sjálf þekki ég þennan vanda vel því sonur minn er háður þessum fjanda.

UMKRINGD SIÐLEYSI

Sæll Ögmundur. Í sambandi við grein þína um starfslokagreiðslu fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss, langar mig að benda á eftirfarandi: Hugsanlegt er að deyfð fólks gagnvart málinu megi meðal annars rekja til fulltrúa þess á Alþingi.

AÐ GERA ÚT Á SJÚKLEIKA FÓLKS MEÐ SPILAVÍTISVÉLUM

Sæll, Ögmundur. Það er gott til þess að vita að inni á Alþingi er maður sem lætur sig varða þá eymd sem spilafíkn kallar yfir fjölskyldur í landinu.