Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Júní 2020

HVÍ EKKI SAMEINA FLOKKANA Á ÞINGI?

Það má örugglega ná samlegðaráhrifum með sameiningu flokka á Alþingi. Gríðarleg samstaða náðist strax á fyrstu dögum sitjandi þings um stóraukið framlag til stjórnmálaflokkanna á þingi. Þannig að við höfum reynslu fyrir því að með málefnalegri nálgun má ná fram samstöðu og árangri.  Hvers vegna ekki í öðrum málum?   Hvers vegna ekki í öllum málum?   Nú eru allir með NATÓ, EES-samningurinn þykir frábær, samgöngukerfið verði einkavætt og áfram verði sjávarauðlindin sett í framsalskvóta. Nú vantar bara ... Jóhannes Gr. Jónsson     

RÁÐHERRA SEGIST EKKI ÓTTAST AÐ HRISTA UPP Í ...

Áslaugu ég aftur kvað, elskar vín með þrasinu. Hún er ekki hrædd við það, að hrista upp í glasinu. Kári        

,,LANDINN VAKNAÐI OF SEINT‘‘

Þeir mörlandann hafa mergsogið og með svikum og prettum að logið greifarnir firrtu auðlindir hirtu og engin sá neitt við það bogið!  Höf. Pétur Hraunfjörð.

VEL VIÐ HÆFI AÐ MINNAST ÁRNA STEINARS

Takk fyrir að minnast Árna Steinars heitins eins og þú gerir í sjómannadagspistli þínum hér á síðunni og einmitt vel við hæfi að gera það á þessum degi. Það var fyrir réttum 18 árum, árið 2002, að Samherji var látinn komast upp með meina honum að vera ræðumaður á sjómannadaginn á Akureyri, eins og hann hafði verið beðinn um, því vitað var hve gagnrýninn hann var á kvótakerfið. Í staðinn var fenginn ráðherra úr ríkisstjórn sem sagði að nóg væri komið af gagnrýni á kerfið! Skyldi þetta vera enn svona? Kæmi mér ekki á óvart. Tek undir kröfuna um kvótann heim. Löngu tímabært!!! Sigríður   

RÁÐHERRA VILL STÆRRA BÍLSKOTT OG SAMHERRJI SEFUR Í SKJÓLI

Ráðherraskottið reynist of lítið reynt er að finna því bata Æ þjónustumiðstöð ferlinu flýtið svo ferðast geti Kata. Samherjafrændur sofa nú blítt; þeir segjast hafa reglum hlýtt komnir í skjól fyrir Interpól og auðæfin geti því áfram nýtt. Höf. Pétur Hraunfjörð.  

HÆFASTA FÓLKIÐ ER ALLTAF Í FRAMSÓKN, LÍKA ÞAÐ FÆRASTA

Hljóðið verðum að heyra í strokknum, hann á okkur kallar. Hæfustu mennina í Framsóknarflokknum, finnum í stöður allar. Í stöðurnar oftast vinur velst, víða finnum sanninn. Í Framsókn ætíð fáum helst, frábærasta manninn. Kári

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum? Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ... Emil J. Ragnarsson.