Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Febrúar 2007

KÁTT ER Í BANKARANNINUM

 Að gefnu tilefni datt mér í hug að breyta frægri vísu eftir Stefán Jónsson. Þá lítur hún svona út: Bjarni karlinn kaupir og selur.Kátt er í banka-ranninum. Þar eru á ferli úlfur og melur í einum og sama manninum. Kveðja,Kristján Hreinsson, skáld p.s.Fyrir þá sem ekki vita: . (Melur er hér í merkingunni eyðsluseggur - bölvaður melurinn)..   

VERJUM TJÁNINGARFRELSIÐ

Sæll Ögmundur. Sé í pistli frá þér um aðför við tjáningafrelsið að þú ferð mikinn á móti þeim sem eru ekki sammála því ágæta fólki sem barðist gegn klámráðstefnunni.

UM MUNINN Á ALMANNAHAG OG HAGSMUNUM GOSDRYKKJAFRAMLEIÐENDA

Sæll Ögmundur.Þakka þér fyrir greinina um fátæktina í Morgunblaðinu á dögunum og fyrir athyglina sem þú hefur vakið á að með breytingu á virðisaukaskattinum sé veruleg hætta á að stuðla verði að frekari óhollustu.

ENDURHÆFUM MANNESKJURNAR, EKKI BARA NÁTTÚRUNA !

Verkefnalistinn okkar: Margar góðar áætlanir eru á endurhæfingu náttúru landsins svo og velferðarmála. En ég hefi ekki komið auga á tillögur til úrbóta vegna fíkniefna og meðferðarmála.

HÆGRIHYGGJA VARAFORMANNS SAMFYLKINGARINNAR

Furðulegt er að ríkisstjórnin skuli hafa að engu tilmæli Lýðheilsustöðvar sem mæltist til þess að gosdrykkir og sykraðir drykkir yrðu ekki lækkaðir í verði nú um mánaðamótin eins og önnur matvara.

VARAFORMAÐUR SKLIGREINIR BANDAMENN SAMFYLKINGARINNAR!

Ágúst Ólafur Ágústsson fagnar því í á heimasíðu sinni í dag að ágreiningur skuli vera á milli VG og Samfylkingarinnar í skattlagningu á gosi.

ÁBENDINGAR TIL VG FRÁ STUÐNINGSMANNI

Ég er stuðningsmaður VG eða öllu heldur - ég hef verið stuðningsmaður VG. Sennilega verð ég það áfram því hjá ykkur eru þrátt fyrir allt skástu frambjóðendurnir og sumir hverjir mjög að mínu skapi.

SPURT UM KJÖRIN

Sæll Ögmundur. Þetta er glæsileg síða sem þú heldur hér úti. Ég er ekki skoðanabróðir þinn í Pólitík, en les þessa síðu reglulega.

SIGURSTRANGLEGUR FUNDUR !

Til hamingju með landsfundinn. Hann var sigurstranglegur þó sigrar séu langt frá því að vera í hendi. Ég var á setningu landsfundarins og fylgdist með honum svo í fjölmiðlum en áttaði mig best á því hvað þetta var sigurstranglegur fundur þegar ég sá þessi blogg í dag en úr þeim eru meðfylgjandi dæmi: G.Tómas Gunnarsson: . "Æjatolla" Steingrímur og gullið í Silfrinu . Ég segi bara púff, og ætla rétt að vona að Íslendingar hafi í stórum hópum snúið baki við VG í dag.

VÍÐA ÞÖRF Á TILTEKT

Kæri Ögmundur... Góður pistillinn þinn “TILRÆÐI VIÐ TJÁNINGARFRELSIÐ.” Málið er að það er ekki aðeins um að ræða að í landinu séu ofbeldismenn sem hóta og misþyrma fólki, og komast upp með það, heldur eru margir þessara ofbeldismanna í beinni þjónustu skipulegrar glæpastarfssemi, ef ekki alþjóðlegrar glæpastarfssemi!  Þess vegna hef ég bent á að það er bráðnauðsynlegt að það sé upplýst hvaða Íslendingar standa að baki þessum sukkfundum í landinu, ásamt villimannahljómleikum sem plokka og spilla unglingunum með röflmúsík og þvælu og fara síðan úr landi með fúlgu fjár án þess að greiða skatta af henni! Hverjir standa að þessu og hverjir standa að knæpunum og dansandi.