Sæll Ögmundur.. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir heiðarleikann og koma fram fyrir okkur eins og þú ert klæddur en það verður nú ekki sagt um alla samflokksmenn þína.
Hrós fær sá sem hrós á skilið. Og í þetta sinn færð þú það, Ögmundur. Fyrir að standa við sannfæringu þína og að hafa styrk til að vera sjálfum þér samkvæmur.
Sæll Ögmundur. Mig langar að fara nokkrum orðum um ummmæli í þinn garð síðustu daga. Ég verð að viðurkenna að ég hef alls ekki aðhyllst VG, reyndar ekki heldur aðra fjórflokkana á þingi, en nú hef ég allavega sannfærst um að ennþá sé von fyrir alþjóð um að það sé til málsvari almennings, mann sem stendur á sannfæringu sinni og stendur og fellur með skoðunum sínum.
Hárrétt rök (sem þú hefur bent á hér á síðunni http://ogmundur.is/annad/nr/4936/)! . 1. Sem þú bendir ár, er það rétt að vafi leikur á því hvort okkur beri skylda til að greiða þessi töp Breta og Hollendinga! Því á þetta ekki að ákveðast á Alþingi undir hótunum - heldur fyrir alþjóðlegum dómstóli.
Eftir Kastljós 18/12: . Tjón af Ömma ekkert hlýzt, . í sig fær hann veigum skvett. Þótt hugsun skýr menn skreyti víst . þá skiptir mestu að kjósa rétt.
Kvótinn er upphafið að misskiptingu og græðgisvæðingu íslensks þjóðfélags. Maður sem átti skip á réttum tíma, fær um aldur og ævi úthlutað auðæfum, burtséð frá því hvort hann stundar veiðar eða ekki.