Bobby Fischer segir að loka eigi herstöð Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli og reyndar líka sendiráði Kana. Eftir þessar yfirlýsingar var sagt að Bobby væri geðveikur.
Kæri ÖgmundurÉg sé í fréttum að fulltrúar Bandaríkjanna muni koma til landsins í apríl til að ræða við íslensk stjórnvöld um áframhaldandi hersetu á Íslandi.
Í tengslum við sérdeilis ósvífna valdníðslu við val og ráðningu fréttastjóra á fréttastofu RÚV laust því niður í kollinn á mér að ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar væri svona álíka ráðstöfun og að dómsmálaráðherra mundi – að undangengnu vandlegu forvali milli hinna hæfustu manna - skipa Lalla Johns í embætti lögreglustjórans í Reykjavík.
Ég hlustaði á þig á Talstöðinni í gær Ögmundur og er sammála þér að fráleitt er fyrir Framsóknarflokkinn að reyna að hvítþvo sig af ráðingarmálinu í RÚV þótt það kunni að vera rétt að sá nýráðni sé ekki flokksbundinn framsóknarmaður og að ákvörðun hafi ekki verið tekin á þingflokksfundi Framsóknar.