Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

2005

ÞÖRF Á MEIRI UMFJÖLLUN UM UMHVERFISMÁL

Sæll Ögmundur Mér finnst margt af því sem þú tekur til umræðu hér á síðunni athyglisvert en mér finnst þó áberandi að umfjöllun um umhverfismál er allt of lítil.

MÁNUDAGUR Í LÍFI IÐNAÐARRÁÐHERRA: HAMINGJUÓSKIR TIL BECHTEL OG SKEMMTILEG KVÖLDSTUND Í BOÐI ALCAN

Að öllu jöfnu hef ég engan áhuga á að fylgjast með lífi Valgerðar Sverrisdóttur. En hún er nú einu sinni iðnaðarráðherra og kemur fram fyrir hönd okkar allra sem slík.

ERU FRAMSÓKN, SAMFYLKING, FRJÁLSLYNDIR OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR MIÐJUFLOKKAR?

Heill og sæll Ögmundur !Það er nokkuð síðan ég hef skrifað þér og nú langar mig til að ræða eitt atriði.

HVER ER ÍSKARÍOT?

Ég sá í sjónvarpinu nokkra menn, þétta á velli, ganga inn kirkjugólf í Grafarvogi. Þar sem þeir röltu inn í helgidóminn drúptu þeir höfði eins og í lotningu, eða var þetta teikn að ofan, merki um hversu mjög mennirnir voru bugaðir, eða kannski auðmjúkir.

EINKAVÆTT RAFMAGNSEFTIRLIT Í VERKI?

Sæll og blessaður! Það sló út hjá ykkur rafmagninu í þinginu í vikunni. Hvernig væri að spyrja Valgerði, iðnaðarráðherra  um úttekt á rafkerfi Alþingishússins,  hvort ekki sé munur að hafa nú "eðlilegt" rafmagnseftirlit í landinu, eftir að það var markaðasvætt.

ÓVÆGIN GAGNRÝNI VALGERÐAR!

Sæll Ögmundur.Þar kom að því að Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, léti stjórnarndstöðuna fá það óþvegið.

SÉRÍSLENSK RÉTTLÆTING?

Sæll Ögmundur. Ég vildi vekja athylgi þína á leiðara í Morgunblaðinu 28. nóv. þar sem verið var að prófa nýja söguskoðun, sem gengur út á að réttlæta innrásina í Írak.

ER ÞINGKARL AMBAGA?

Sæll vertu. Hef miklar áhyggjur af útþynningu tungunnar, sem er viðvarandi vandi. Er ekki hins vegar ráð að fara dusta af orðinu "maður" og árétta að það á bæði við um konur og karla.

KÁRAHNJÚKAVANDI Í HNOTSKURN

Þrátt fyrir bölv og ragn vegna Kárahnjúka fer frændi minn þangað alltaf aftur - og aftur.  Kemur svo þaðan enn verri en fyrr.

FRÁBÆRT AÐ FÁ GUÐMUND Á ÞING!

Það er frábært að fá Guðmund Magnússon inn á þing sem varamann þinn Ögmundur. Hann er góður málsvari okkar öryrkja einsog þú ert reyndar einnig sjálfur.