Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Janúar 2022

EGGERT SAMMÁLA MÉR, ÉG SAMMÁLA HONUM!

... Ástæða þess er jú sú, eins og hver heilvita maður sér ef hann hugsar rökrétt, að jaðar áhrifin af næstu krónu, milljón, milljörðum, nýtast mun betur þar sem virkileg mengun er eins og á Indlandi eða Kína heldur í okkar hreina og fallega landi.  Það er alveg galið að ætla að fara að setja allt þetta fjármagn í þessa hluti hér á Íslandi “til að vera með” þegar þessir hlutir eru í góðum málum hér á landi og hafa alltaf verið vegna þeirra vistvænu orkugjafa sem við höfum notað í tugi ára auk fámennis og víðernis. Það væri nær að nota þetta fjármagn í að hlúa að sjúkum og fátækum eða bæta menntakerfið ... Eggert

HIÐ NÝJA „RÉTTARFAR“

Í umræðum bíta nú engin rök, eru margir slægir. Ekki þarf lengur að sanna sök, söguburður nægir.   Forðastu nöldur og fánýtt kíf, flugelda, dópið og vín. Eigirðu gefandi andans líf, einsemd nær ekki til þín. ... Kári

SAMHENT Á NÝJU ÁRI

Já nú byrjar allt ballið víst hjá Bjarna, Sigga og Kötu Um samruna ég heyrði tíst enda samhent á ríkis jötu. Æ ráðherra ansi illa fór undir mikilli pressu þegar flónið Willum Þór féll á Þorláksmessu. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

DRAUMUR EÐA MARTRÖÐ?

Eru allir búnir að gleyma að heilbrigðisráðherra vildi opna spilavíti í Öskjuhlíð? ... Heimir Guðjónson