Fara í efni

HIÐ NÝJA „RÉTTARFAR“

Í umræðum bíta nú engin rök,
eru margir slægir.
Ekki þarf lengur að sanna sök,
söguburður nægir. 

„EINSEMD” ER HUGARÁSTAND

Forðastu nöldur og fánýtt kíf,
flugelda, dópið og vín.
Eigirðu gefandi andans líf,
einsemd nær ekki til þín.

 SKOTIN GEIGUÐU

Heldur mér fannst það hryggilegt,
hæll með röngu sparki.
Skaupið var hvorki skemmtilegt,
né skaut að réttu marki.

Kári