Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Ágúst 2005

VERÐUR KANNSKI “LAUGARDAGSKVÖLD MEÐ VILLA” Í VETUR?

Það verður ekkert “Laugardagskvöld með Gísla Marteini” í sjónvarpinu í vetur, því miður fyrir okkur eldri borgarana sem áttum þar hauk í horni og gleðinnar fasta punkt í annars dapurlegri dagskrá Ríkissjónvarpsins.Gilli sækist nefnilega eftir því, enda þjóðþekktur orðinn af góðu einu, að verða borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum.

SPURT UM KJÖR ALDRAÐRA

Munið þið reyna að komast í ríkisstjórn í næstu kosningum, og hvað ætlið þið að gera í málum aldraðra?Ólafía Margrét ÓlafsdóttirÞakka þér þessa fyrirspurn Ólafía.

ÚTBOÐ Á KOSTNAÐ STARFSFÓLKS

Ég vil bara benda á þegar sveitafélög eru að selja eða bjóða út vélmiðstöð, sorphreinsun og fl., þá er oftar en ekki verið að henda út af vinnumarkaði fólki með takmarkaða starfsorku.

HERNAÐARÁRÓÐUR FRAMLEIDDUR Í KRÝSUVÍK

Segðu mér Ögmundur, eiga einhverjir stór-jarðröskunarmenn úr bandarískum kvikmyndaiðnaði að komast upp með að hóta íslenskum fréttamönnum?  Hver leyfir þetta eiginlega, eru það núverandi stjórnvöld, ofan á allt?  Vonandi fara íslenskir kjósendur að átta sig á hvers konar endemis liðleskjur stýra landinu.