Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Júlí 2009

MÉR NÆGIR EKKI BAUNADISKUR

Ágæti Ögmundur. Ég hefði viljað fá þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB. Ég er jafnframt afar ósáttur við þau orð Jóhönnu forsætisráðherra að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli aðeins vera ráðgefandi en ekki bindandi.

HÁLFSANNLEIKUR FORSTJÓRA

Sæll Ögmundur.. Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins skýrir í Morgunblaðinu af hverju bótaþegar þurfa nú að greiða stofnuninni þrjú þúsund milljónir króna.

VINIR ÍSLANDS, SANNGIRNI OG "EINKATRIPP"

Ég verða að segja að VG, eða réttara sagt einstaka þingmenn þess valda mér vonbrigðum. Fyrir örfáum misserum vorum við Íslendingar stærstir, bestir og klárastir í heiminum og við sýndum veröldinni hvernig á að gera hlutina.

HVAR ER FRELSIÐ, HVAR SAMKEPPNIN?

Það hryggir mig að sjá hversu auðveldlega skynsamt fólk fellur fyrir málflutningi svonefndra frjálshyggjumanna. Nýlegar vangaveltur um aðkomu einkaaðila að heilbrigðiskerfinu, í formi leigu á aðstöðu í Reykjanesbæ, eru mjög gott dæmi um þessa leiðu tilhneigingu.

ICESAVE OG ÁFRAMHALDANDI ÓREIÐA

Einn mikilvægur þáttur í að koma gjaldþrota Íslandi á lappirnar er að samþykkja Icesave samkomulagið. Þetta er því miður illskásti kosturinn.

GEGN AUÐVALDSKÚGUN

Mér er eins farið og þér, herðist við mótlætið. Hef aldrei þolað ofríki. Segjum þrælsótta og þýlyndi stríð á hendur.

ÞINGKONAN VINNI FYRIR KAUPINU SÍNU

Hvað vakir fyrir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingkonu Samfylkingar? Mér hefur helst virst hún hafa það til mála að leggja að finna að við þingmenn VG.

VERJUM SJÁLFSTÆÐI OKKAR OG AUÐLINDIR!

Þörf á yfirburðarfólki Ögmundur, þú hélst góða ræðu í Icesave-umræðunni en það voru ansi margir sem lásu á milli línanna að þó þú verðir mótfallin þessari ríkisábyrgð, þá munir þú samþykkja hana að lokum með þeirri afsökun að bjarga lífi ríkisstjórnarinnar, t.d.

SYNDAAFLAUSNIR RÍKISSTJÓRNAR

Ég sé að ríkisstjórnin er búin að skipa nefnd, heitir nefndin eftir gömlum fréttaþætti á Stöð 2, 20/20. Í nefndinni - „20/20 - Sóknaráætlun fyrir Ísland“ - er einn fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans.

SKILABOÐ BILDTS

Á sama tíma og útvarp ríkisins messar yfir landslýð um ágæti evrópskrar samvinnu, og á meðan sá Evrópuklúbbur íslenskra háskólamanna, sem sleginn er ESB-styrkjaglýju, útbreiðir fagnaðarerindið, berast skilaboð frá fulltrúum evrópsku stórfyrirtækjasamsteypunnar út til Íslands.