Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Júlí 2014

SLÍTUM STJÓRNMÁLA-SAMSTARFI VIÐ BANDARÍKIN!

Alveg er ég hjartanlega sammála þér að ef slíta á stjórnmálasamstarfi við ríki út af þjóðarmorðinu á Gaza þá á að byrja á Bandaríkjunum sem halda hlífisskildi yfir Ísrael.

HVER Á AÐ EIGA BANKANA?

Sæll Ögmundur ég var með hugleiðingar um jöfnuð, það sem svo oft er rætt um en að því er virðist lítið áunnist í.

ÁTVR STÆRRA MÁL EN MARGAN GRUNAR

Góðir og rökfastir pistlar hjá þér um áfengismálið. Gæti ekki verið meira sammála. Þetta er stærra mál en margur heldur.

GETUR HUGSAÐ SÉR AÐ STYÐJA FISKALAND

Ég hef alla tíð haldið með Brasilíu í heimsmeistaraboltanum og alls ekki Þýskalandi. Öðru máli gegnir um Fiskaland.

ÓSAMKVÆMNI HJÁ RÍKISSAKSÓKNARA

Það er svo sannarlega glapræði að ákæra starfsfólk heilbrigðisþjónustunar fyrir manndráp af gáleysi meðan sama embætti neitar að aðhafast þegar ráðherrar heimila blátt áfram fjöldamorð á saklausu fólki, sbr.

ÞRENGJA AÐ ALMANNARÝMINU ...

Hægrimenn hafa stundum hag af því að ríkisvaldið bregðist. Það sannar mikilvægi markaðslausna. Almennt aðgengi að þjónustu sem nýtur almanna-fjármögnunar er eitur í þeira beinum.

NÁNAST ORÐLAUS !

Sæll Ögmundur. Nú er maður nánast orðlaus yfir nýjasta „afreki" ríkistjórn braskaranna á Íslandi. Að Hannesi Hólmsteini sé falin yfirstjórn að rannsaka erlenda áhrifahætti sem tengist bankahruninu á Íslandi er illa varið skattfé landsmanna.

EKKI HÆKKA EFTIRLAUNAALDUR

Af hverju ætli aldrei sé rætt við neinn sem er á móti því að hækka eftirlaunaldur t.d á RUV eða öðrum miðlum.Okkur er sagt að þjóðin eldist svo hratt en það minnist enginn á peningana sem töpuðust í hruninu eða hve gjöld hafa hækkað í sjóðina.

EIGUM NÓGA FREKJU FYRIR!

Þú segir Costco af hinu illa og viljir þessa verslunarkeðju ekki til Íslands. Er Costco nokkuð verri en aðrar keðjur? Sumir halda því fram að hún sé jafnvel skárri en margt annað.