Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Maí 2006

LÚÐVÍK OG LANDHELGIN

Sæll Ögmundur! Í vikunni fylgdi "kálfur" Morgunblaðinu sem fjallaði um baráttu þjóðarinnar í landhelgismálunum.

EINSOG BUSH

Nýr borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík á sumt sammerkt með Bush hinum bandaríska. Þá er ég ekki að tala um stuðninginn við innrásina í Írak sem Bush, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur studdu.

FLUGVALLARSVÆÐIÐ OG UMFERÐIN

Kæri Ögmundur. Hafið þið Vinstri Græn ekki áhyggjur af aukinni umferð bíla og strætóa t.d. þegar að nýtt hverfi rís þar sem Reykjavíkurflugvöllur er núna? Bestu kveðjur ,Jón ÞórarinssonHeill og sæll.Ég svara þessu játandi.

ERFÐAGREINING SKOÐI ÍHALDSGEN

Ég legg til að sýni úr íhaldsmanni verði send í erfðagreiningu! Það er verðugt og löngu tímabært verkefni að rannsaka virkilega, af hverju samanstendur fyrirbærið ,sjálfstæðismaður.

KEMST VILBJÖRN TIL VALDA Í REYKJAVÍK?

Fyrir tæpum tveimur mánuðum mældist Framsóknarflokkurinn í Reykjavík með 3% fylgi. Þrátt fyrir það var forsvarsmaður listans, Björn Ingi Hrafnsson, bjartsýnn enda framboð hans dyggilega stutt af sterkefnuðum einstaklingum og stórfyrirtækjum sem voru einmitt um þær mundir að hrinda af stað mikilli auglýsingaherferð til að koma sínum athafnamanni og sérstaka sendiherra inn í Ráðhúsið og að kjötkötlunum þar.

PASSIÐ YKKUR Á FRAMSÓKN LÍKA! - HÚN ER EKKERT SKÁRRI

Það hefur komið fram í þessari kosningabaráttu sem er að ljúka að Alfreð Þorsteinssson hefur verið í samfelldum faðmlögum við  Sjálfstæðisflokkinn allt frá 1994.

BANKAREIKNINGUR OKKAR HJÓNANNA ER 517-26-1296

Eins og ég á kyn til lifna ég allur við þegar peningar í eigin vasa eru annars vegar. Mig langar því að leggja örfá orð í belg undir lok kosningabaráttunnar og einkum vegna þeirra tilboða sem Björn Ingi Hrafnsson og hans ágæta exbé-framboð hefur gert mér og minni fjölskyldu í einföldum skiptum fyrir atkvæði.

EXBÉ VILL FLYTJA ESJUNA

Nýjasta útspil Björns Inga Hrafnssonar, stórbónda á Lönguskerjum, er loforð um að flytja Esjuna nær miðbænum nái hann kjöri í borgarstjórn n.k.

ÁRNI ÞÓR EÐA 8. MAÐUR ÍHALDSINS? VERÐUR VILHJÁLMUR BORGARSTJÓRI Á LAUGARDAG?

Svo getur farið að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði borgarstjóri á sunnudaginn kemur ef  hrakspár rætast. Hvað gerist þá? 1.

UM JELTSÍN-PÓLITÍK FRAMSÓKNAR

Heill og sæll Ögmundur.Ég var að lesa pistil þinn um Jeltsínpólitík Framsóknarflokksins þar sem flokkurinn reynir beinlínis að kaupa sér atkvæði.