Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Apríl 2019

AÐ ÖSKRA Í HLJÓÐI!

Ég er ein af þeim sem ekki treystir lengur neinum þeirra stjórnmálaflokka sem nú eru við völd og neita að kjósa „skásta kostinn“ í næstu alþingiskosningum. En ég vil heldur ekki gefa atkvæði mitt því ég veit hvað það getur þýtt. Ég auglýsi því eftir því fólki (eldri körlum! og kerlingum!, ungu og gömlu fólki sem gerir sér grein fyrir að við erum nú þegar á fullri ferð með að tapa sjálfstæði þjóðarinnar!) sem er tilbúið að fórna sér (því það á að vera og verður að vera vilji til fórnar því málið er alvarlegt) í baráttu fyrir okkur hin sem ekki höfum burði til að standa upp og öskra, heldur horfum á, öskrandi hljóðlaust með okkur sjálfum. Halldóra

GÆSLAN TIL FYRIRMYNDAR EN SÍÐUR BOÐVALD BRASKARA YFIR ALÞINGI

Held að megi segja happafengur, heiðursmanninn þann ég tel. Georg sýnist vera góður drengur, gæslunni hann stjórnar vel. Braskaranna boð er vald, brotinn tæpur friður. Alþingis er undanhald, orkupakkann styður... Kári

BJÁNI LEIÐIR BLINDAN

Bjánar leiða blinda hér elítan bíður rakkann Meirihlutinn miljónir sér  og velur orkupakkann. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

Í HVERS UMBOÐI?

Bandarískir verðir halda uppi eftirliti á íslandi! Í krafti hvaða laga er þetta gert? Hafa íslensk stjórnvöld samþykkt þetta og þá hvenær og hvernig? ...  Magni

ESB ÞRÝSTIR Á FRAKKA AÐ SELJA ARÐBÆRAR VATNSAFLSVIRKJANIR

Í franska sjónvarpinu í gær (áður en eldurinn í Notre Dame breiddist út) horfði ég á umræðuþátt þar sem gestir, pólítkusar, voru að bollaleggja um hvað Macron Frakklandsforseti myndi segja í ræðu sinni klukkan 20 um kvöldið (sem síðar var aflýst vegna brunans) og átti að vera svar við mótmælum Gulu vestanna,  ráðstafanir til þess að koma til móts við kröfur þeirra og útkomu "Le Grand Débat".  Einn gesta þáttarins sagði að Evrópusambandið væri að neyða Frakka til þess að selja vatnsaflsvirkjarnir einkaaðilum. Þótt þær skiluðu hagnaði  ...

ÖLL VEGFERÐIN UNDIR

Sammála Jóhannesi Gr. hér á síðunni. Það þarf að skoða alla pakkana heildstætt, líka þá sem ókomnir eru, þ.e. fjórða og fimmta pakkann. Sá fjórði er tilbúinn, þar er hert á markaðsvæðingunni og miðstýrðu eftirliti. Með öðrum orðum það þarf að taka afstöðu til allrar vegferðarinnar. Friðjón

HVERT ER FERÐINNI HEITIÐ?

Hve margir þingmenn skyldu lesa tilskipanirnar frá Brussel sem þeim er ætlað að samþykkja? Mér sýnast einu “rökin” af hálfu þeirra sem vilja samþykkja vera þau að þingmenn vilji ekki vera “einangrunarsinnar”, eða “popúlistar”. Ég er sammála þinni nálgun Ögmundur, að spyrja hvert ferðinni sé heitið, hver séu ferðalokin? Og þá hvort við erum sátt við þau?  Jóhannes Gr. Jónsson

UPPRIFJUN

Sæll Ögmundur; ég minnist magnaða pistils þíns um eldvatn og glerperlur fyrir örfoka virkisturn ESB æðstu ríkja í norðri. Er ekki tímabært að birta hann aftur? ...  Mbkv. Jón jón jónsson

HVER ER MILLILIÐURINN?

Sæll Ögmundur. Af hverju ekki að nálgast þetta frá rótum. Af hverju 3. orkupakkinn? Var það til þess að Evrópa, sem er með frjálsan orkumarkað lendi ekki öll undir orku Pútíns? Er þetta fyrir neytendur þar? Guðlaugur Þór lofar að þetta breyti engu fyrir Ísland og enginn sæstrengur verði lagður. Ok segjumst vera ... Þórður

ÞÁ MUN ORKUVERÐ Á íSLANDI HÆKKA

Þakka þér fyrir Ögmundur að taka þátt í umræðum um Orkupakkan. Ég bjó í Danmörku frá 2002-2015 og varð ískyggilega vör við að á EU svæðinu yrði að vera sambærilegt verð. Upp úr 2007 fór  raforkuverð að hækka ískyggilega og rétt áður en ég kom heim aftur var komin 73% skattur ofan á orkunotkun. Mér persónulega finnst ekki koma nógu skýrt fram, hvað skeður ef sæstrengur er samþykktur ... Sigríður Ragnarsdóttir