31.10.2007
Ögmundur Jónasson
Ég hlustaði á sjónvarpsrásina frá Alþingi í dag. Þar sá ég Guðlaug Þór, heilbrigðisráðherra, engjast einsog orm á öngli í tilsvörum um hvers vegna hann styddi brennivínsfrumvarp þeirra Sigurðar Kára, sjálfstæðismanns og Ágústs Ólafs, varaformanns Samfylkingarinnar, frjálshyggjustráka, sem vilja hefja sölu á bjór og víni í matvörubúðum.