Fara í efni

EVRUSAMNINGAR?

Sæll Ögmundur.
Mér sýnist þú vera alltof neikvæður gagnvart þeirri  hugmynd að semja um kaup og kjör í evrum, sbr. ummæli þín í Fréttablaðinu í dag, fimmtudag. Svo kann að vera að það henti ýmsum fyrirtækjum og starfsfólkinu ekki síður  einmitt prýðilega að fá kaupið greitt í evrum. Þar er ég að tala um fyrirtæki sem eru með sína starfsemi að uppistöðu til í útlandinu og starfsfólkið þar með annan fótinn. Yfirleitt er ég þér sammála um flest en hef efasemdir um afstöðu þína í þessu máli.
Grímur

Sæll Grímur og þakka þér bréfið.
Ég hef nú ekki gerst mjög alhæfingarsamur í þessu máli. Ég hvet þig til að lesa grein sem ég ritaði í 24 Stundir í gær og er að finna hér á heimasíðunni einnig. Þar er ég fyrst og fremst að gagnrýna þröngt sjónarhorn evru-umræðunnar. Við erum með krónu sem okkar gjaldmiðil og meðan svo er skulum við umgangast hana sem gjaldmiðil þjóðarinnar sem ber að vernda sem kostur er fyrir óþarfa áföllum sem meðal annars geta hlotist af gáleysislegu og mótsagnakenndu gaspri eins og við heyrum úr Stjórnarráðinu alltof oft.
Grein mín er HÉR.
Kv. Ögmundur