Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Janúar 2020

LÍFSKJÖR MYNDU BREYTAST ÞÁ

Tilefni er jú tvímælalaust að taka höndum saman. Hefjum öll upp háa raust og heftum Kvóta gaman. Byggðarkvóta nú bráðliggur á Þá batnar dreifbýlisvandi. Lífskjör mín myndu breytast þá og margra úti á landi. Höf. Pétur Hraunfjörð.

GUNNAR SMÁRI KEMUR Á ÓVART

Ég sótti fund þinn í Þjóðmenningarhúsinu um kvótann fyrir skömmu. Fyrir fundinn fannst mér það orka tvímælis að fá Gunnar Smára Egilsson, sósíalistaforingja, til að flytja höfuðerindið á fundinum. Ég verð hins vegar að segja að mér þótti hann gera þetta mjög vel, ný og góð og róttæk nálgun. Ekkert galdrabrennutal en krafa um uppstokkun á kerfinu í anda yfirskrifatar fundarins: Kvótann heim! Þessu er ég sammála. Jóel A.

GÓÐ UPPRIFJUN, GÓÐ SPURNING!

Afhverju var þessu máli ekki áfrýjað til Hæstaréttar á sínum tíma sem fjallað var um í þessari grein ,,Kvótakerfið hangir á bláþræði'' fyrir bráðum 14 árum ? Úgerðarmenn þorðu ekki með málið lengra því Hæstarréttur hefði líklega staðfest dóminn sem hefði líklega framkallað bankahrun 2 árum áður en bankahrunið varð flestum ljóst í okt. 2008  https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1067864/ B aldvin Nielsen

ALÞINGI SPURÐI EIGANDANN EKKI LEYFIS

Ætti að kalla inn með hraði, allan kvóta strax. Alþingi ranglega úthlutaði, eigum þjóðfélags. Kári

SKULDIN VISTUÐ HEIMA

Gjafakvóti auðinn ól sem aflandssjóðir geyma hagnaðinn í skattaskjól en skuldin vistuð heima Með kveðju, Gunnar Hólm Hjálmarsson

KVÓTI, HRÆSNI OG ATHYGLISVERÐ SLÓÐ

Sæll Ögmundur. Langar að senda þér þennan link en þar kemur ýmislegt fram um kvótakerfið til upplýsingar fyrir þig eða til þeirra sem ætla sér að taka við keflinu til að búa til nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu kosningar til alþingis kannski í vor ... Baldvin Nielsen

,,FRÁ LANDSBYGGÐINNI‘‘ : KVÓTANN HEIM Í HÉRAÐ!

Landsbyggðina hér lögðu í rúst fyrir liðlega þrjátíu árum Þá notaði elítan klíku og kúst og kynntu undir sárum auðlindina. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

LANDINN KALLAR KVÓTANN INN

Þá landinn kallar kvótann inn þá kafnar elítu valdið Þá lagast hagur þinn og minn Þá hækkar veiðigjaldið.   ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

VILL ALLAN AFLA Á UPPBOÐSMARKAÐ

Hvernig er hægt að skrifa um fyrirkomulag fiskveiða við strendur landsins án þess að minnast á að setja allan afla á uppboðsmarkað? Að klippa milli veiða og vinnslu er forsenda breytinga. Kvótinn var settur til að vernda fiskinn í sjónum en ekki fiskvinnslur í landi. Tryggvi L. Skjaldarson ...

LUKKULEG MEÐ KLUKKUNA?

Fljótlega lendum í lukkunni léttari daga sjáum Þeir segjast seinka klukkunni sofa út þá fáum. Höf. Pétur Hraunfjörð.