Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Nóvember 2003

Tölvupóstsmaðurinn víki!

Sæll Ögmundur. Viðbrögð Friðriks Páls Jónssonar, ritstjóra Spegilsins, við athugasemdum fyrrverandi borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, núverandi útvarpsstjóra, eru skiljanleg í ljósi tölvupóstsendinga þess síðarnefnda.

Óverðskulduð atlaga að frelsinu

Mikil og neikvæð umræða hefur að undanförnu farið fram um einkavæðinguna, frelsisvæðinguna í atvinnulífinu og einkaframtakið sem blessunarlega hefur fengið aukið olnbogarými í okkar ágæta samfélagi síðasta áratuginn eða svo.

Um Björgólf, Búlgaríu og Blair

Sæll, Ögmundur ! Átti reyndar ekki að vera spurnarform, en.......mikið andskoti gladdi mitt fasíska hjarta, að sjá snuprur þínar til nýgróðadrengsins Björgólfs Thors, í Fréttablaðinu, 12.XI.Virkilega ánægjulegt að sjá hvernig þú hnykktir á Búlgaríuhneyksli þessarra nýfrjálshyggjuandskota sem öllu tröllríða, nú um mundir, það eigum við, yzt úti á hægri vængnum,ásamt ykkur í vinstri kantinum, að hafa nokkurn vilja til að standa gegn þessum andskotans Thatcheristum.

Undarlegar reikningskúnstir

Sæll Ögmundur.Ég hafði virkilega gaman af pistli Þrándar sem birtist hér um daginn. Gædd er grædd rúbbla nýju lífi, þar sem hann fjallar um raunverulega eignaaukningu hinna nýju eigenda gömlu ríkisbankanna.

Mótsagnir hjá Samfylkingu?

Kæri ÖgmundurStjórnmálaályktun landsfundur Samfylkingarinnar 2003 er áhugaverð og skemmtileg lesning fyrir áhugamenn um stjórnmál.

Þegar tveir deila – ávöxtun almennings

Sæll Ögmundur. Fáir þekkja betur en þú aðstæðurnar sem skapast þegar menn semja um kaup og kjör. Þú veist að stundum þarf að knýja fram lausn með verkfalli, stundum knýr atvinnurekandinn fram vilja sinn með afli, lögum, eða jafnvel bráðabirgðalögum.

Ný raforkulög leiða til verðhækkunar fyrir almenning

Sæll Ögmundur og þakka þér fyrir öfluga heimasíðu. Tilefni þess að ég sendi inn þessa línur er það að ég sá að þú vitnaðir þar til fréttar í Morgunblaðinu af raforkuráðstefnu VFÍ og TFÍ sem haldin var 20.nóvember sl.

Sjúkdómavæðing stjórnmálanna

  . Sæll Ögmundur. Nokkrir núverandi og fyrrverandi þingmenn svokallaðra jafnaðarmanna hafa haldið á lofti nýrri framtíð i heilbrigðismálum landsmanna, bæði framtíð þeirra sem hafa ráð á henni og hinna sem fyrirsjáanlegt er að verða fyrir barðinu á nýfrjálshyggjunni.

Gædd er grædd rúbbla nýju lífi

Nú á dögum er ekkert grín að brjóta hin æðri rök tilverunnar til mergjar – einkum þann hluta þeirra sem snýr að peningum - , nokkuð annað en áður fyrr á æskudögum Þrándar.

Box og rjúpa eru merki mitt, merki jarðvegsfræðinganna

Nú hafa þau stórtíðindi gerst að fulltrúi karlmennskunnar og Kópavogsbúa á Alþingi Íslendinga hefur flutt sitt annað þingmál eftir að hafa vermt þingbekkina allar götur frá árinu 1999.