Fara í efni

Um Björgólf, Búlgaríu og Blair

Sæll, Ögmundur !
Átti reyndar ekki að vera spurnarform, en.......mikið andskoti gladdi mitt fasíska hjarta, að sjá snuprur þínar til nýgróðadrengsins Björgólfs Thors, í Fréttablaðinu, 12.XI.Virkilega ánægjulegt að sjá hvernig þú hnykktir á Búlgaríuhneyksli þessarra nýfrjálshyggjuandskota sem öllu tröllríða, nú um mundir, það eigum við, yzt úti á hægri vængnum,ásamt ykkur í vinstri kantinum, að hafa nokkurn vilja til að standa gegn þessum andskotans Thatcheristum. Ánægjulegt verður, þegar frændur okkar Bretar ryðja þessu glyskonungdæmi sínu og Blair- klíkunni frá, og koma á alvöru herstjórn. Verðum í sambandi.
Með kveðju,
Óskar Helgi Helgason

 

Þakka þér bréfið en grun hef ég um að ekki sé þér alvara með hverju einasta orði sem þar er.

Kveðjur,Ögmundur