Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Október 2002

Hernaðaráform Bandaríkjanna

Sæll og blessaður. Á ekkert að mótmæla kröftuglega í sambandi við Írak? Ég er ekki sáttur við að Ísland styðji þessa stríðsóðu þjóð sem kallar sig þjóð friðar, USA, sem einnig styður fjöldamorð í Palestínu? Hvað er að okkar ráðamönnum?TótiÉg er þér sammála um að þörf er á að mótmæla kröftuglega hernaðaráformum Bandaríkjamanna í Írak og einnig ofbeldi og mannréttindabrotum sem framin eru á Palestínumönnum.

Stjórnarsamstarf eftir kosningar

Sæll Ögmundur! Kemur annað til greina en að styðja ríkisstjórn Framsóknar og Samfylkingar, jafnvel verja þá falli ef þessir tveir flokkar ná ekki meirihluta? Hvernig má það vera að sá flokkur sem er lengst vinstri í stjórnmálum á Íslandi, haldi þeim möguleika opnum að starfa með þeim flokki sem er lengst til hægri í stjórnmálum.Kveðja HaraldurVið höfum lagt ríka áherslu á að stofnuð verði velferðarstjórn á Íslandi að afloknum næstu kosningum þar sem jöfnun lífskjara yrði höfð að leiðarljósi.