Hernaðaráform Bandaríkjanna
28.10.2002
Sæll og blessaður. Á ekkert að mótmæla kröftuglega í sambandi við Írak? Ég er ekki sáttur við að Ísland styðji þessa stríðsóðu þjóð sem kallar sig þjóð friðar, USA, sem einnig styður fjöldamorð í Palestínu? Hvað er að okkar ráðamönnum?TótiÉg er þér sammála um að þörf er á að mótmæla kröftuglega hernaðaráformum Bandaríkjamanna í Írak og einnig ofbeldi og mannréttindabrotum sem framin eru á Palestínumönnum.