Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Apríl 2015

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Verkalýðsdagurinn verðskuldar heiður. vegsemdarstígurinn er fáum greiður. heimsbyggðin fagnar. en lítið það gagnar. á heimsvaldasinna og auðvaldsins bleyður.

ÞESSI AÐFERÐ ILLA GEKK

Fjármálalæsi og flétturnar kenna. flestir í Grundó á Kvíó nú renna. í fjármála skóla. hjá Sigga og Óla. og brátt mun engin á sjóinn hér nenna.

RÍKISSTUDD EINOKUN GENGUR EKKI UPP

Ég var að hlusta á þig í Samfélaginu á RÚV þar sem þú varst að tala um rafræn skilríki. Þar langaði mig að bæta í vopnabúrið gegn Auðkenni að þegar verið er að treysta á markaðsöflin þá er afdráttarlaus frumforsenda að til staðar sé samkeppni, annars falla þau um sjálf sig.

LÁGKÚRU VELUR

Í HB Granda ´ann hefur völd. þar hrokinn ræður ríkjum. fjöldanum finnst  kveðjan köld. og Kristjáni einum líkum.

BETRI AFKOMU LÁGLAUNA- OG MILLITEKJUFÓLKS OG MEIRI JÖFNUÐ

Það er hárrétt hjá þér að hægt er að leysa kjaradeilurnar og koma í veg fyrir verkföll ef komið er til móts við láglauna- og millitekjufólkið og hálaunafólkið lækkar um leið við sig kjörin.

ALLTAF RÖNG TÍMASETNING!

Ég er sammála þér að það var rétt hjá Rannveigu Rist að afþakka stjórnarhækkun í Granda og það beri að líta á afþökkun hennar sem afsökunarbeiðni fyrir ruglið í stjórnarformanninum, Kristjáni Loftssyni, og að afsökunarbeiðninni, sem þú kallar svo, beri að fylgja eftir með alvöru kjarajöfnun! . Byrja á því að hækka láglaunafólkið! Um leið og núna strax þarf hátekjuaðallinn að LÆKKA við sig launin! Dapurlegt er að heyra þetta lið segja að launahækkun nú sé röng tímasetning.

EDDA HEIÐRÚN BACKMAN OG ÞÓRARINN ELDJÁRN

Þakka þér fyrir umfjöllun þína um páskadagskrá Ríkisútvarpsins, gott að hrósa því sem gott er. Ég fór að hugsa við samantekt þína hve ágæt dagskráin stundum er og mikilvægt að þakka fyrir vel unnin störf.

STJÓRNMÁLIN MEGA EKKI GLATA TILTRÚ

Ástæðan fyrir skyndifylgi Pirata, áður Bjartrar framtíðar og þar áður Besta flokksins er óánægja með stjórnmálin almennt.

FARIÐ Í FELUR MEÐ SKOÐANIR

Mér sýnist afstaða Besta flokksins,  Bjartrar framtíðar og nú síðast Pírata ganga út á að afnema stjórnmál í þeim skilingi að þau hætti að snúast um skipulag samfélagsins einsog verið hefur en fari að snúast eingöngu um leiðir til að taka ákvarðanir.

EKKI SAMEIGINLEG LAUNASTEFNA

Verkföll BHM eru að bresta á eftir helgina. Forseti ASÍ mætti í útvarpsviðtal til að leggja ríkisvaldinu línuna.