Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Ágúst 2008

BANKASUKKIÐ OG FJÁRGLÆFRAMÁLIN!

Kæri Ögmundur ..... Eins mótsagnakennt og það kann að hljóma þá er allt annað ábyrgðarlaust en að láta bankana fara á hausinn ef til kemur.

HETJURNAR OKKAR Á ARNARHÓLI

Stórkostlegt var að fylgjast með mannfjöldanum á Arnarhóli í gær fagna ríkisstjórninni. Þarna voru þau ásamt forsetanum, Þórunn umhverfisráðherra, Guðlaugur heilbrigðisráðherra, Björgvin viðskiptaráðherra, Jóhanna félagsmálaráðherra, þorgerður menntamálaráðherra og kannski fleiri.

SOFANDAHÁTTUR, SKILNINGSLEYSI EÐA BLEKKINGAR?

Ég ætlaði vart að trúa eigin eyrum þegar ég hlustaði á Ingibjörgu Sólrúnu, utanríkisráðherra tjá sig um NATÓ fundinn í Búkarest frá í vor í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi.

UM VIÐBRÖGÐ ÞORLEIFS, SIGURÐAR OG JÓHANNS

Ég má til með mað láta ánægju mína í ljós með þrjár greinar sem birtust í 24 stundum s.l. laugardag sem allar fjalla um Sorphirðuna í Reykjavík.

UM JARÐSAMBAND FORSETA, HELBLÁTT ÍHALD OG MANNRÉTTINDI Í KÍNA

Nú vil ég vita frá þér Ögmundur sem oft hefur gagnrýnt forseta vorn hr. Ólaf Ragnar nokkuð fast hvað þú segir um hans dygga stuðning við landsliðið okkar.

ENGA MÁLAMIÐLUN UM RÁÐHERRÓSÓMA!

Ég vil þakka þér fyrir Ögmundur að ljá ekki máls NEINNI málamiðlun um eftilaunaósamann. Auðvitað eiga þingmenn og ráðherrar og „æðstu" embættismenn að vera í NÁKVÆMLEGA sama lífeyriskerfi og aðrir þeir sem fá laun sín frá ríkinu.

EKKI SKAMMA LITLA GÆJANN SEM BARA LANGAR Í TYGGJÓ

Sannast sagna hefði ég ekki trúað því upp á þig Ögmundur að ráðast á Framsóknarflokkinn á eins óvæginn hátt  og þú gerir í dag.

VILJA ÍBÚAR Á STÓR REYKJAVÍKUR-SVÆÐINU EFLA ALMENNINGS-SAMGÖNGUR?

Það kemur fyrir öðru hvoru að stjórnmálamenn tala um að efla þurfi almenningssamgöngur og undir það tekur oft hinn almenni íbúi.  En hversu mikil meining er á bak við þau orð.  Ég upplifi þessi orð stjórnmálamanna: Eflum almenningssamgöngur eins og þau séu notuð á þeim stundum sem þeir telji að þau skili sér atkvæðum.  Árið 2001 stofnuðu sjö bæjarfélög á Reykjavíkursvæðinu með sér byggðasamlag um rekstur á almenningssamgöngum.  Hugmyndin var góð og hægt hefði verið að gera almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti fyrir íbúa svæðisinns.  Ég segi raunhæfum valkosti því ég vil að fólk velji sjálft hvort það velji strætó eða einkabílinn.  Til þess að fólk velji Strætó fram yfir einkabílinn verður þjónustustigið að vera betra en það er í dag og útbúa þarf fleiri strætóakreinar og koma því þannig fyrir að þegar strætó kemur að ljósastýrðum gatnamótum fái hann fljótlega grænt ljós.  En er raunhæfur vilji hjá kjörnum fulltrúum þessara sveitarfélaga til þess að reka og efla almenningssamgöngur?  Sé svarið já þá þurfa fulltrúar úr öllum flokkum að setjast niður og marka stefnu til langs tíma því að ekki er hægt að bjóða viðskiptavinum strætó upp á þjónustustig sem ræðst af því hvernig vindarnir blása í pólitík í það og það skiptið.  Menn þurfa einnig að gera sér grein fyrir því að almenningssamgöngur kosta peninga og þær hafa ekki og verða ekki reknar með hagnaði hvert sem rekstarformið er.  En með góðum almenningssamgöngum munu þeir fjármunir sem settir eru í almenningssamgöngur skila sér í minni mengun, færri umferðaslysum og minni kostnaði við gatnakerfið.. Sigurbjörn Halldórsson 

ER EINKAVÆÐING LAUSN Á FJÁRHAGSVANDA STRÆTÓ BS?

Enn á ný heyrast raddir um að hagkvæmasti kosturinn sé að bjóða út allan akstur á vegum Strætó bs. Þannig ætla stjórnmálamenn að leysa þann fjárhagsvanda sem steðjar að fyritækinu og er til kominn vegna hækkunar á olíuverði og hárra vaxta.

LÝÐSKRUMARI EÐA LÝÐNÍÐINGUR?

Kæri Ögmundur.... Ég hef lesið orðahnippingar hér á síðunni á milli þín annars vegar og útvarpsstjóra RÚV ehf og forsvarsmannas Sambands ungra sjálfstæðismanna hins vegar.