Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Ágúst 2022

ÞÁ VEIT ENGINN HVAÐ HANN ER AÐ BORGA ...

Ágæt grein hjá Ögmundi um snjallmæla. Snjallmælar gera það mögulegt að breyta orkuverðinu fyrirvaralaust. Það getur breyst frá klukkutíma til klukkutíma. Orkusalar geta því búið til svo flóknar gjaldskrár með hærra verði á daginn en á nóttunni, og á matartíma og utan, lægra um helgar en á virkum dögum og hæst kl 15- 19 á aðfangadag. Þá veit enginn í raun hvað hann er að borga ... Mkk. Jónas

DRÍFA EKKI ÖLL

Ekki er hún Drífa öll eins og menn halda iðjusöm hún flutti fjöll fyrir það skal gjalda. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.