Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Október 2009

BARNALÁNS-SONNETTAN

Í græðgi eru veðsett börn þess virði. að vandamálum foreldra þau breyti. því ávallt fer það svo að lána leiti. þeir lánsömu sem forðast vilja byrði.. . Já, finna má í sögusögnum grófum. að sumir hafi veðsett hjörtu barna. og mér er tjáð að hrunið hefjist þarna. er hér var framið rán af illum þjófum.. . Svo afskrifa þeir litlu bernskubrekin. því bönkunum er ekki tamt að kvelja. þær smásálir sem léttar leiðir velja. og lánin verða bara aftur tekin.. . Já, víst er dásemd blessað barnalánið. sem Byr og Glitnir veittu fyrir ránið.

SKILNINGSLEYSI?

Hvernig stendur á því að gengið lækkar? Þrátt fyrir allt traustið. Icesave í höfn, AGS lán í höfn, allt í lukkunar velstandi.

STÓRSLYS FYRIR NÝJA ÍSLAND?

Erlendar lánastofnanir hafa þegar tapað 9.000 milljörðum króna!!! vegna lána til Íslendinga. Þess vegna er það skammarleg hegðun íslenskra þingmanna á Norðurlandaþingi að kvarta og væla yfir því að Norðurlönd tengdu væntanleg lán sín til Íslendinga við afgreiðslu AGS.

RÉTT: MÁLIÐ KREFST ÍHUGUNAR

Hvort nýtt samkomulag um Icesave skiptir örlög okkar öllu máli er óvíst, en Icesave gerir vont mikið verra. Ég tel að við sem þjóð stefnum í vanskil.

LÁT HJARTAÐ RÁÐA

Kæri Ögmundur. Það er öllum ljóst að undanfarið hefur þér gengið mjög illa að eiga afleiki. Við sem styðjum þig heilshugar er það að sjálfsögðu fögnuður einn.

AGS BURT OG FELLIÐ NAUÐUNGINA

Ögmundur, ég vil taka undir með Jóni Á. Bjarnasyni, bréf til síðunnar þann 19. sl. (EF ÞÚ FELLIR). Persónulega skal ég vinna hart að minnisvarðanum, EF ÞÚ FELLIR.

EKKI SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKINN AFTUR!

Ég vil óska þér til hamingju með að hafa tekið forystu fyrir hinum órólegri og reynsluminni armi þingflokks VG.

SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKUR Í LÝÐSKRUMS-HERFERÐ

Mér finnst með ólíkindum að hlusta á Sjálfstæðismenn í dag. Mér verður óglatt. Hvernig gat ég stutt þennan flokk í 25 ár! Sem betur fer kom að því að ég sá hverslags flokkur þetta er.

EKKI VEITTI ÉG MITT UMBOÐ!

Hvers konar rugl er þetta með þennan Stöðugleikasáttmála. Fréttir herma að nokkrir umboðslausir miðaldra karlar sitji og bíði eftir því að ríkisstjórnin hætti við að skattleggja orkufyrirtæki og skeri niður við Landsíptalann í staðinn.

UM ÖRUGGA VARÐVEISLU LÍFEYRIS

Ég er alveg undrandi á þér Ögmundur að vilja að lífeyrissjóðirnir séu bara gerðir upptækir í þágu ríkissjóðs eins og þarna liggi hellingur af fé án hirðis ! Ég sé ekki hvernig við ellilífeyrisþegar eigum að komast af án lífeyrisgreiðslnanna sem við eigum í okkar lífeyrissjóðum.