Fara í efni

RÉTT: MÁLIÐ KREFST ÍHUGUNAR

Hvort nýtt samkomulag um Icesave skiptir örlög okkar öllu máli er óvíst, en Icesave gerir vont mikið verra. Ég tel að við sem þjóð stefnum í vanskil. Því sé best að lýsa yfir einhliða greiðslustöðvun. Semja áfram við kurteisa lánadrottna. Safna og spara og koma síðan sterkari inn síðar. Ef við ætlum að rembast við að greiða skuldir og taka endalaust við meiri lánum mun þessi þjóð bara borga vexti og afborganir. Þá mun ekki verða mikið eftir af norræna velferðamódelinu okkar. Einhvern tíman verðum við að fara að dæmi Jóns forseta og skera á hnútinn. Því er sjálfsagt góð stund núna til að fella Icesave. Vandamálið er að ekki er víst að allir þingmenn geti forðast þá freisni að vilja frekar setja auðlindir upp í skuldir. Því tek ég undir með Ögmundi, málið krefst íhugunnar.
Gunnar Skúli Ármannsson