Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Nóvember 2014

ÆTLAR ÞÚ AÐ LEGGJAST Á SVEIF MEÐ ÞEIM SEM ÆTLA AÐ HAFA SJÁVARAUÐLINDINA AF ÞJÓÐINNI?

Ágæti þingmaður. Nú þegar ríkisstjórnin ætlar að voga sér að opna frumvarp sem gengur í berhögg við 1 gr um stjórn fiskveiða og komið er í ljós að gengur einnig gegn lýðræðislegum rétti þjóðarinnar að setja og afnema lög ætlar þú þá að leggjast á sveif með mönnum sem eru tilbúnir hrifsa til sín öll réttindi yfir sjávarauðlindinni á kostnað þjóðarinnar? Eða ætlar þú að standa við bakið á þjóðinni sem enná ný á í þorskastríð? Stríði við vanþakklátt fólk sem kann ekki að meta að hafa þegið EINOKUN yfir sjávarauðlindinni í 30 ár.. Einar Már Gunnarsson. . . Sæll Einar Már.. Svarið er að ég mun ekki "leggjast á sveif með mönnum sem eru tilbúnir hrifsa til sín öll réttindi yfir sjávarauðlindinni á kostnað þjóðarinnar".. Ögmundur.

MÁL HÖNNU BIRNU VERÐI TIL LYKTA LEITT

Afsögn Hönnu Birnu kom mér ekki á óvart nema síður séð. Hún sagði af sér þegar fokið var í öll skjól. Með þessu flýr hún uppgjör þessa máls.

HANNA BIRNA ER ENN RÁÐHERRA EÐA HVAÐ?

Hanna Birna Kristjánsdóttir er enn innanríkisráðherra og hefði ég haldið að Stjórnskipunar- og eftirlitsnenfd gæti strangt til tekið kallað hana á sinn fund alla vega þar til hún lætur formlega af ráðherradómi.

HLEGIÐ AÐ SKULDA-LEIÐRÉTTINGU - EÐA HVAÐ?

Ég er búinn að hitta þó nokkuð af hátekjufólki sem keypti sér dýrar fasteignir eða tók glórulaus lán fyrir hrun og fékk margt hámaks eða háa svokallaða "skuldaleiðréttingu".

PENINGAR OG STJÓRNMÁL

Ég verð að segja að ég skil ekki alveg hluta af stjórnarandstöðunni sem gagnrýnir skuldaleiðréttinguna en sækir samt um hana! Það getur vel verið að þetta fólk hafi það gott fjárhagslega og gleðst ég þá með því.

BÚINN AÐ AFTURKALLA RAFRÆNU SKILRÍKIN SÍN

Rafræn skilríki í farsímann geta dregið verulega úr öryggi þínu! Núna er kominn þrýstingur á almenning að taka upp rafræn skilríki, t.d.

MUN NEITA AÐ NOTA AUÐKENNI

Ég vil þakka þér Ögmundur fyrir þá umræðu sem þú hefur haldið á lofti með fyrirhugaðan þátt Auðkennis í skuldaleiðréttingunni.

VERÐUR LÁTIÐ STAÐAR NUMIÐ VIÐ ÞRIFIN?

Nú hefur stjórnendateymi ráðuneytanna rekið fólkið sem þrífur. Markmiðið er sjálfsagt sparnaður, kannski hefur einhver nefnt til umbætur og nútímavæðingu.

UM VERKFÖLL OG TRYGGINGAR

Sæll vertu Ögmundur.. Ég eins og flleiri horfi ég með hryllingi á deilu lækna við ríkið og þá ranghala sem myndast af sjúklingum með misalvarlega sjúkdóma vegna launadeilu við ríkið.

RÍKISSTUÐNINGUR VIÐ AUÐKENNI

Ég sótti um skuldaaðlögun fyrr á árinu eins og meirihluti þjóðarinnar. Mér þótti málflutningur þeirra Framsóknarmanna aldrei burðugur svo ég vissi svosem ekki hvers væri að vænta.