Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Febrúar 2009

AF HVERJU HAFA MENN SKIPT UM SKOÐUN?!

Sæll kæri Ögmundur.... Það segir nokkuð um skoðun þína síðan að þú varðst ráðherra, hvað þú segir í pistlum þínum og hvaða lesendapistla þú birtir á vefsíðunni þinni.

HVAÐA STJÓRNARSKRÁ GILDIR FYRIR MIG?

Sæll Ögmundur. Ég á kunningja, sem fór út til Íslands í haust sem leið. Hann býr ekki langt frá mér, er Dani og heitir Hans-Olav Petersen.

ÞAÐ ER VERIÐ AÐ ELTA RANGAN MANN

Skáld lýsti eitt sinn vinum, sem sátu yfir deyjandi dóttur annars. Um hinn var sagt að hann hafi starað lengi út í fjarskann, svipbrigðalaus, eins og dauðinn kæmi honum ekki við, eða kæmi honum of mikið við til að hann vildi sjá það sem var að gerast.. Það eru ábyggilega margir, sem undanfarna mánuði hafa starað út í fjarskann, svipbrigðalausir, og hugsanlega látið pólitíska andstöðu við Davíð Oddsson hér áður og fyrr, lita afstöðu sína til mannsins sem nú er formaður bankastjórnar Seðlabanka og ekki viljað sjá það sem er að gerast.. Í viðtali í Sjónvarpinu í október talaði þessi formaður bankastjórnar Seðlabanka afskaplega skýrt.

KOMUM ÍSLANDI AF STRANDSTAÐ

Pabbi minn er miklu stærri en pabbi þinn!! Ég hef velt þessu fyrir mér fram og til baka. Getur það átt sér stað að það fari meira fyrir því hjá flestum þeirra sem starfa í flokkapólitík að meiri áhersla er á að framfylgja stefnu flokksins heldur en að vinna markvisst að því að koma Íslandi upp úr þessu vandræða-ástandi sem Ísland og íslendingar eru í.

EIRÍKUR SENDIR FRÁ SÉR FRÉTTA-TILKYNNINGU

Eiríkur Guðnason sendi frá sér fréttatilkynningu til fjölmiðla, sbr. samrit sent fjölmiðlum. Hann bjó fréttatilkynninguna í búning minnisblaðs til yfirmanns síns, sem hann gagnrýndi harðlega.

VERKTAKAR OG VEIKINDI

Sæll og blessaður Ögmundur .. Já hann kveinkar sér forveri þinn um verktakagreiðslurnar og góð grein hjá lækninum hér á síðunni af hverju hæft fólk fékk að fjúka bæði á Lansanum svo og ráðuneytinu og nú liggur þetta fyrir að hans sögn eintóm veikindi starfsfólks ráðuneytissins og enginn til að vinna verkin.

PLATKOMMAR

Kæri Ögmundur.. Ég les altaf síðuna þína, því hún er fólkinu viðkomandi og mér finnst þú vera raunsær. Í dag sé ég ekki betur en þetta íhaldsmanna-kerfi,sem hefur eyðilagt fjárhag Íslands, líkist mjög sovjetíska kerfinu, meðan það var verst.

HLJÓÐLÁTAR HREINSANIR

Sæll og blessaður Ögmundur.. Gott að vita af þér sem heilbrigðisráðherra. Ég sendi þér þetta fyrir hönd okkar nokkurra lækna sem höfum verið að furða okkur á því hvernig skipulagsbreytingar gætu sparað á sjöunda milljarð króna eins og fyrrverandi ráðherra er að segja.

"VIÐ SKULDUM EKKERT"

"Sjálfstæðis-"flokkurinn er í dag mikið öfugmæli. Þeirra barátta gengur út á að koma Íslandi undir hælinn á útlendingum og fámennri klíku auðmanna.

KONAN Í KJALLARANUM HJÁ LÓU OG ÉG

Sæll Ögmundur.. Getur verið að ég hafi misskilið yfirlýsingu þína um Evrópusambandið? Getur verið að ég hafi misskilið einn af grunnþáttunum í því þegar Vinstri - hreyfingin grænt framaboð segist vilja ljá lýðræðinu nýtt innihald? Mig langar til þú svarir mér, ekki í kvöld, eða fyrir helgina, en fljótlega.