Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Febrúar 2009

UM UPPHLAUP GEIRS

Hugmyndaleysi virðist hrjá fyrrverandi forsætisráðherra. Hann kann greinilega ekki að vera í stjórnarandstöðu.

DRÁPSKLYFJAR Í BOÐI ALÞJÓÐABANKANS

Nú er komið í ljós að AGS mótar stefnu uppúr kennslubókum en hvorki lífsreynslu né heilbrigðri skynsemi. Verðbólga er nú lítil sem engin á Íslandi, sé horft fram á við.

ALLTAF Í BARÁTTUSÆTI

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðhera settist á þing 1995 fyrir Alþýðubandalagið og óháða. Hann var í þriðja sæti listans og við það vannst sætið  en frá konsningunum 1987 hafði Alþýðubandalagið haft tvo þingmenn í Reykjavík.

ÁSKORUN TIL FJÁRMÁLA-RÁÐHERRA

Hæstvirtur fjármálaráðherra þarf nauðsynlega að setja í gang endurskoðun á innflutningsgjöldum af ökutækjum sem forveri hans opnaði upp á gátt með því að lækka gjöld úr 45% í 15% af stórum dýrum amerískum trukkum sem flæddu inn í landið.

ÆTTU AÐ SKAMMAST SÍN!

Væri ekki viðkunnanlegt að íhaldið þegði aðeins meðan þjóðin er að taka til eftir þá? Sjálfstæðisflokkurinn er svo ómerkilegur í stjórnarandstöðunni að hann og allt sem  á honum hangir er til skammar: . 1.

EKKI EFNAHAGS-PRÓGRAMM HELDUR...

Það sitja 400 millarðar í krónubréfum og eru í eigu nokkurra útlendra auðmanna. Við 15% innlánsvexti eru mánaðarlegar vaxtagreiðslur 5 milljarðar.

ÞÖRF Á ALVÖRU UPPSKURÐI Á HEILBRIGÐIS-KERFINU

Heilbrigðiskerfið er ónýtt - Nú þarf alvöru uppskurð. Á gjörgæsludeildinni liggur magur skrokkurinn tengdur öndunarvél og ótal leiðslum og andar þungt.

UM INNRITUNARGJÖLD

Sumir rugla saman láni og gjöf. Aðrir rugla saman tekjum og gróða. Guðlaugur Þór ruglaði saman skatti og sparnaði.

AÐ FÆÐA Í SÍNUM HEIMABÆ

Frábært að heyra með St. Jósefsspítala og innritunargjöldin, en endilega skoðaðu líka með fæðingarþjónustu á suðurlandi það er ómannúðlegt að biðja verðandi foreldra að ferðast úr sínum heimabæ þegar að fæðingu kemur einnig, sérstaklega þar sem fæðingardeildin á Selfossi þykir með þeim fremri hér á landi. Ánægður með nýju ríkisstjórnina og hlakka til að sjá ykkur halda áfram að standa ykkur vel. . Baráttukveðjur, . Hörður Ágústsson, nýbakaður faðir.

ÞURFUM RÉTTLÆTI!

Áfram Ögmundur.Við þurfum réttlæti svo við getum snúið Íslandi á rétta braut,það er lykilatriði fyrir okkur og okkar Land.. Guðrún Hlín