Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Mars 2006

ÁHRIFARÍKT VOPN GEGN HRYÐJUVERKUM !

Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að Fídel Kastró Kúbuleiðtogi lætur brenna nærföt sín í stað þess að þvo þau þar sem hann óttast að eitur verði sett í þau til þess að ráða hann af dögum.

NÝ BARNABÓK UM GJALDEYRISÖFLUN

Heyrst hefur að Sigurður St. Arnalds kynningarstjóri Kárahnjúkavirkjunar sé nú að ljúka við sína fyrstu barnabók undir vinnuheitinu Lok, lok og læs og allt í áli.

UM ÁHYGGJUR OG ÁHYGGJULEYSI

Ég frétti af forsíðufrétt Moggans í dag, þegar sveitungi minn hringdi í mig og bað mig um ráðgjöf. Mogginn mun hafa greint frá því að skuldabréfum, sem peningamarkaðssjóðir í Bandaríkjunum hafa keypt af íslensku bviðskiptabönkunum fyrir tugi milljarða, hafi verið sagt upp.

UM ATVINNUMISSI Í BEINNI ÚTSENDINGU

Mér finnst ágætt hjá ykkur þingmönnum að vekja athygli á atvinnumálum í tengslum við brottför hersins. Og það er líka góðra gjalda vert af fjölmiðlum að leggja áherslu á þetta m.a.

KASTLJÓS Á FAGLEGUM FORSENDUM

Sæll Ögmundur,Mig langar að gera athugasemd við gagnrýni sem þú setur fram í pistli á heimsíðu þinni varðandi Kastljósið í gærkvöld.

ER JÓN BALDVIN TEKINN VIÐ AFTUR?

Sæll Ögmundur ! Nú er ég alveg hættur að botna í málunum. Ég fæ ekki betur séð en Jón Baldvin sé tekinn aftur við forustu í Samfylkingunni eða Alþýðuflokknum með því nýja nafni.

VATNIÐ ER ÞVERPÓLITÍSKT

Gáttaður er ég á Sigurði Kára Kristjánssyni, þingmanni, að reyna að gera baráttu BSRB gegn einkavæðingu vatns tortryggilega eins og sjá má í fjölmiðlaviðtölum við hann síðustu daga.  Ég er sannast sagna ekki síst undrandi á Siguðrði Kára vegna þess að mér hefur þótt hann vera málefnalegur og rökfastur.

HALLDÓR ER ENN Á HNJÁNUM EN HVAR ER UPPLÝSINGAFULLTRÚINN?

Undirlægjuháttur íslenskra valdhafa í garð bandarískra stjórnvalda virðist ekkert hafa breyst þrátt fyrir einleik Bandaríkjamanna nú á dögunum en með honum verður ekki betur séð en þeir hafi, góðu heilli, gefið út dánartilkynningu fyrir herstöðina á Miðnesheiði og eigi nú bara eftir að auglýsa jarðarförina með formlegum hætti.

LÍKA ARFTAKI Í BÓLI ÍHALDSINS?

Blessaður Ögmundur !Alveg gekk vita fram af mér að sjá í sjónvarpinu áðan alla gömlu kratana á fíneríissamkomu í Ráðhúsinu og vera að hæla Alþýðuflokknum fyrir öll góðverkin.

STÓRA KYNBOMBUMÁLIÐ

Sæll Ögmundur.Það gerist stundum að manni verður orðavant. Ég er svo gamall að ég man Stóru Bombu, þ.e. þegar Jónas frá Hriflu var úrskurðaður geðveikur.