Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Mars 2008

LÍFEYRIR Í HÚFI

Er það ekki verkefni stjórnmála að fjalla um kerfi sem leyfir að menn verði milljarðamæringar á því að valda þjóðfélagslegum skaða? Ríkisstjórnin ætti að vera fjalla um kerfið um stjórnmálin, en er að fjalla um daglegar reddingar.

SKRUM & OKUR

Sæll Ögmundur..... Það er rétt hjá Eddu á síðunni þinni að það er bæði beinlínis og óbeinlínis verið að OKRA á íslenskum almenningi, á svívirðilegan hátt, án þess að dónarnir skammist sín!. Ég veit að Alþýðusambandið hafði verið að myndast við að tína vörur í körfur og upplýsa hvað hver okraði í það og það skiptið.  Síðan komst upp að verslanirnar sem erindrekar ASÍ heimsóttu, vissu hvenær þeir kæmu í heimsókn, sem gaf viðkomandi verslunum tækifæri til að hagræða verði og vöru sem gerði samanburðinn þeim hagstæðan.

HAGKAUPSOKUR

Hagkaup er okurstofnun. Hef farið nokkrum sinnum síðustu daga í þrjár verslanir þessarar Baugsstofnunar og keypt fjóra hluti þar, einn og einn í einu.Í öll skiftin bar ekki saman hilluverði og kassa og munaði sumsstaðar miklu.

ÞRÍR KRATAR – EÐA FJÓRIR?

Ég var að hlusta á Hallgrím Thorsteinsson  og viðmælendur hans í þættinum Í vikulokin.  Einn viðmælenda var Benedikt Jóhannesson, nýskipaður stjórnarformaður nýrrar innkaupastofnunar í heilbrigðiskerfinu; stofnunar sem hefur verið afar umdeild, meðal annars af þinni hálfu Ögmundur.

ÞJÓÐHAGS-STOFNUN VAR ÞJÓNUSTU-STOFNUN VALDSINS

Ég hlustaði á útvarpsþáttinn Í vikulokin í dag. þar voru flestir þátttakendur að  mæra gömlu Þjóðhagsstofnunina, hún hefði verið svo fagleg og hlutlaus.

SAMFYLKING GREFUR UNDAN ÍSLENSKUM EFNAHAG

Ég verð að segja að ég á engin orð yfir framgöngu Samfylkingarinnar gagnvart íslenskum gjaldmiðli og þar með íslenskum efnahag.  Jafnvel ráðherrar Samfylkingarinnar hafa tekið þátt í árásinni á krónuna.

SAMRÆÐA FYRIR SAMFÉLAG

Sæll. Var að lesa ræðu séra Gunnars Kristjánssonar, sem þú birtir hér á síðunni. Mannúðin er undurfalleg þegar hún er sönn og hrein.

ÞURFUM VALKOST VIÐ "FRJÁLSA" FJÖLMIÐLA AUÐVALDSINS!

Sæll Ögmundur ... Bankarnir eru nú á heljarþröm, jafnvel eftir að hafa arðrænt og platað fólk og umskapað þjóðféalgið í þágu fjármagnsaflanna!  Takið eftir, að það er nóg af peningum til í hina svokölluðu "útrás" sem mikið er gapað yfir og er lítið annað en að fela peninga erlendis sem sognir eru úr íslenska þjóðarlíkamanum!  Án skattagreiðslu til íslenska ríkisins!. Eftir að æðstu menn hafa dekrað við þrælaveldið Kína, flutt inn Kínverja til landsins og baðað síðan út öngum sínum í allar áttir að hætti viti firrtra ofsatrúarmanna, og talað um "falin göng," eða eitthvað á þá leið í háðungarskyni við sértrúarandófið í Kína - þá leyfa þeir sér að horfast í augu við eigin þjóð og tala um að ekkert sé þeim ofar í huga en mannréttindi! . Eftir að heildsalar hafa flutt inn eitruð leikföng fyrir börn okkar ásamt aðrar vörur framleiddar af barnaþrældómi í Kína.

UTANGARÐS-GEIR OG FERÐALANGUR Á VEGUM SKATT-BORGARANS

Ég á sannast sagna engin orð yfir ráðamönnum þjóðarinnar. Lánin mín æða upp á við með vísitölubundinni verðbólgu! Við þessar aðstæður mætir forsætisráðherrann, Geir með bleikt bindi í Stjórnarráðið og hikstar því upp við fjölmiðla að við eigum bara að vera glöð og halla okkur aftur á bak í áhorfendastúkunni.

KRÓNAN, BANKARNIR, PEARL HARBOUR, SAMFYLKINGIN OG...

Nú er svo komið sem ég af lítillæti mínu minni á að ég spáði fyrir jólin að myndi gerast eftir jólin. Að bankarnir væru að undirbúa árás á krónuna.  Nú er þessi Pearl Harbour bankanna hafin.