Fara í efni

KRÓNAN, BANKARNIR, PEARL HARBOUR, SAMFYLKINGIN OG...

Nú er svo komið sem ég af lítillæti mínu minni á að ég spáði fyrir jólin að myndi gerast eftir jólin. Að bankarnir væru að undirbúa árás á krónuna.  Nú er þessi Pearl Harbour bankanna hafin. Þetta afhjúpar þá goðsögn að bankarnir séu að einhverju leyti íslenskir. Þeir eru fyrst og fremst bankar á markaði.  Það sem verra er, er að lífeyrissjóðirnir græddu líka. Þannig að fyrst setjum við launþegann á hausinn og síðan fær hann pening þegar hann er 67 ára (hugsanlega). Mér finnst ólíklegt að Samfylkingin hafi haft hugmyndaflug til að átta sig á því að þeir hafa með því að tala niður krónuna í marga mánuði hjálpað til til við þetta "run" á krónuna og að það eru kjósendur þeirra sem fá skell.
Þarf ekki að setja einhverjar kvaðir á reddingar lífeyrissjóðanna fyrir vini sína í bönkunum?
Hvaða lífeyrissjóður lánaði Glitni 15 milljarða í dag? Er það leyndarmál? Voru þeir peningar notaðir til að kaupa gjaldeyri?
Sagt er að sjóðirnir séu að fjárfesta í gulli og olíu. Er það gert í gegnum bankana? Hver hefur eftirlit með því?
Hvernig eru lögin um lífeyrissjóði? Hvernig skilgreina menn "hámarksávöxtun"? Er það það sama og spákaupmennska?
mkv
Hreinn Kárason