Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Janúar 2005

STÓRT OG LÍTIÐ

Sæll Ögmundur.Sé þú ert að fjalla um mistökin sem gerð voru á Stöð 2 þegar fréttamaður taldi sig vera með upplýsingar í höndunum sem sönnuðu að forsætisráðherra væri ósannindamaður.

NEYÐARFUNDUR Í FRAMSÓKN

Í fréttum í dag kemur fram að Framsóknarmaddömurnar hafi verið á súpufundi á Hótel Borg. Rætt var um þann alvarlega atburð að 43 nýir félagar gengu í flokkinn.

Vinstri grænn af öfund?

Mikil drift og hugmyndaauðgi hefur einkennt ráðherratíð framsóknarkonunnar Valgerðar Sverrisdóttur. Ég vil einungis tína til fáein dæmi þessu til sönnunar.Af miklum rausnarskap gaf hún dugmiklum einstaklingum Landsbankann með húð og hári við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.

FRÁ ÖRBIRGÐ TIL ATHAFNA

Langt og farsælt samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ríkisstjórn hefur borið ríkulega ávexti. Af mörgu er að taka en ég vil að þessu sinni vekja athygli á róttækri tilraunastarfsemi stjórnarinnar í málefnum þeirra sem þurft hafa á virkilegu stuðningsátaki að halda í lífsins þrengingum.

VANDAÐRI VINNUBRÖGÐ Í SAMFYLKINGUNNI?

Mikið er ég sammála Þórunni Sveinbjarnardóttur alþingiskonu í útvarpsfréttum í gær að þörf sé á vandaðri vinnubrögðum í Samfylkingunni.

40 ÍRASKIR STRÍÐSKLUKKUTÍMAR

Sæll.Ég var að lesa pistil þinn um hjálparaðstoðina. Ríkisstjórnin sem virtist virtist miða sig við Pokasjóð hefði sennilega aldrei hækkað framlag sitt ef VG hefði ekki látið í sér heyra og þannig komið áleiðis reiði fjölda fólks yfir þessari smánarlegu upphæð.Davíð hélt því fram að þetta hefði bara verið nokkurs konar "fyrsta hjálp" en svo hefði komið í ljós að umfangið hefði verið miklu meira - miklu fleiri látnir en áður var haldið.

ÞEGAR MIKIÐ LIGGUR VIÐ

Þótt oft sé lífið þrungið heift og harmiog hörmungarnar kvelji marga sálþá býr í hverjum manni virkur varmiog von sem getur tendrað mikið bálþví þegar hjörtun fyllast eymd og óttaog angist rekur sálirnar á flóttaþá er rétt að okkar besti bjarmibæti öll hin mestu vandamál.Þau fundu ógn og öldurótog ástvini misstuen við sem göngum guði mótmeð gull í hverri kistuvið skulum standa hlið við hliðmeð hjálpina fyrstu.Við getum styrkt þann góða siðað gefa vel ef mikið liggur við.Í örbirgð reynist heimsins harmur þungurog hjörtu margra þola fár og kífer Jörð af ógnarmætti opnar sprungurvið úfið hafið þrá menn skjól og hlífog margur fær í þraut og þjáning saknaðþess sem getur aldrei framar vaknaðen við sem skiljum hvorki harm né hungurþeim hjörtum getum gefið betra líf.Þau fundu ógn og öldurótog ástvini misstuen við sem göngum guði mótmeð gull í hverri kistuvið skulum standa hlið við hliðmeð hjálpina fyrstu.Við getum styrkt þann góða siðað gefa vel ef mikið liggur við.Kristján Hreinsson, skáldHeill og sæll Kristján og þakka þér fyrir að senda mér ljóðið eins og ég bað þig um.

HVAR VAR KJÓLL VALGERÐAR?

Það var frábær hugmynd hjá Björgólfi Guðmundssyni að láta bjóða upp fötin sem hann klæddist þegar hann undirritaði "kaupin" á Landsbankanum og gefa andvirðið í söfnun til bágstaddra.