Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

September 2006

ÖR Á ÞJÓÐARSÁLINNI

Blessaður.Mér finnst sjálfsögð sú krafa að Alþingi verði kallað saman áður en fyllt verði á Hálslón. Í fyrsta lagi til að ákveða hvort þörf sé á rannsókn á öllu ferlinu og í framhaldi hvort ekki eigi að fresta fyllingu lónsins á meðan rannsóknarnefnd Alþingis kanni málið.

ÉG HELD HANN HEITI DOFRI...

Félagi Ögmundur !Mér finnst hafa farið lítið fyrir þér að undanförnu og hef áhyggjur af því. Var að velta því fyrir mér hvort þú hefðir fengið flensuskítinn sem sagt er að Guðni Ágústsson hafi legið í að undanförnu.Hvað um það; ert þú enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að reyna að sameina vinstri menn og græningja? Ég sé ekki betur en allskonar lið sé nú orðið óskaplega grænt og sjái ekkert því til fyrirstöðu að sameina bæði umhverfisverndina og þjónkun undir alheimskapítalið.

AÐFÖRIN AÐ JÖKULSÁNUM Í SKAGAFIRÐI AFTUR Á FULLA FERÐ

Iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins er illa upplýstur og  fer með ósannindi um stöðu virkjanamála í Skagafirði.

MEÐ KÁRAHNJÚKA Á HEILANUM?

Er Kárahnjúkavirkjun hægra og vinstra hvel allrar hugsunar hjá VG ?KalliÞakka þér bréfið Kalli. Það er stutt og laggott.

FORSTJÓRI ALCOA SVARAR ÚT Í HÖTT

Ögmundur, í viðtali við Morgunblaðið, miðvikudaginn 13/9 sl., var Alain Belda, aðalsforstjóri  ALCOA m.a. spurður um ástæðu þess að einungis stæði til að nota þurrhreinsibúnað í stað þurrhreinsi- og vothreinsibúnaðar.

MÓÐUHARÐINDI Í NÁND?

Kosið verður til Alþingis á vori komanda og allra veðra von. Við hægrimenn, og á ég þá að sjálfsögðu við okkur framsóknarmenn og sjálfstæðismenn, verðum að halda vöku okkar næstu mánuðina.

HVAÐ ER AÐ GERAST VIÐ EYJABAKKA?

Sæll! Mig langaði bara til að komast að því hvað er að gerast þarna við Eyjabakka. Nú er það þannig að ég þekki mann sem er að vinna þar sem gröfumaður(og er búinn að vera það í ca.

DOFRI, VG OG UMHVERFISSTEFNAN

Ég hlustaði á morgunspjall á RÚV um heima og geima. Margt var ágætt sagt í þeim þætti. Ég held ég hafi náð því rétt að einn viðmælenda hafi verið Dofri Hermannsson, einn af forsvarsmönnum Samfylkingarinnar, frambjóðandi, gott ef ekki starfsmaður.

HVERS VEGNA EKKI ÁLYKTUN 377?

Sæll Ögmundur. Afhverju er ekki löngu búið að beita ályktun 377 í öryggisráðinu gegn Ísrael og fram hjá Bandaríkjunum? Bestu kveðjur,Jón ÞórarinssonKomdu sæll.Ástæðan er sú að ekki er fyrir þessu pólitískur vilji.  Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs lagði til að íslenska ríkisstjórnin bæri fram tillögu þessa efnis en fyrir því var enginn áhugi í Stjórnarráði Íslands.

EKKI LESA ÞETTA, ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA MIG!

Mikið hefur verið rætt og ritað um meðferð stjórnvalda á skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings frá árinu 2002 um áhættuþætti Kárahnjúkavirkjunar og ábendingar hans um alls endis ófullnægjandi rannsóknir.