Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Febrúar 2010

MELABÚÐIN KVÖDD

Blessaður Ögmundur.. Í dag hætti ég að kaupa inn í Melabúðinni. Ástæðan er sú að kaupmaðurinn vinsamlegi setti Melabúðina undir pólitískan áróður Heimdalls og tróð sjálfur upp í auglýsingu fyrir bjórsölu og léttvíns í búð sinni.

HVAR ERU ÚTREIKNING-ARNIR?

Ég álít, að kominn sé tími til, að utanríkisráðherra fari fram á það við sendiherra Íslands í Danmörku (SG), að hann láti sendiráðið taka saman yfirlit um umræðu þá er fram hefur farið un einkasjúkrahús í Danmörku og eru rekin á sömu forsendu og hugmyndafræðingar einkarekinna sjúkrahúsa á Íslandi eru að reyna að koma á.

JESÚ KRISTUR KAPÍTALISMANS

Það er í lagi að nota stór orð af því forsetinn synjaði Icesave-lausn II staðfestingar. Röksemdirnar eru þessar: Forsetinn fór á svig við það sem menn ætluðu sér með lögunum frá 1944, ekki bara í Icesave II málinu heldur almennt talað.

HÆLI Á MIÐNESHEIÐI?

Árna Sigfússyni bæjarstjóra er áfram um að skapa atvinnu í Reykjanesbæ. Það er gott. Hann vill til þess aðstoð frá Róberti Wessman.

ÞARF NÝJAN FLOKK UM ÞJÓÐAREIGN Á AUÐLINDUM

Árið 2010 verður ár umbreytinga í íslensku þjóðfélagi,ár hins almenna launþega. Launþeginn sem hefur stritað fyrir óðalsbændur, kaupmenn, hermangara og kvótaeigendur frá upphafi byggðar hefur nefnilega fengið sig fullsaddan! Í fyrra vor settist svokallaður vinstriarmur fjórflokksins að völdum og óneitanlega kveikti vonir í brjósti fólks um alvöru breytingar og gagnsæi í verkum stjórnvalda, óhætt er að halda því fram að þær vonir urðu að engu nema vonbrigðum í besta falli og nægir að nefna í því sambandi þann mikla tíma og fjármuni sem varið hefur verið í Esb umsókn (í óþökk þjóðarinnar) og tilraunir til að samþykkja icesave (í óþökk þjóðarinnar).

STOFNINN HJARNAR VIÐ

Fjárglæfrastofninn íslenski var í útrýmingarhættu þegar VG og Samfylkingin tóku við stjórnartaumunum í febrúar 2009.

HVER ÆTLAR AÐ BORGA FYRIR TVÖFALT HEILBRIGÐIS-KERFI?

Ég vil vekja athygli þína Ögmundur og lesenda síðunnar á umfjöllun á vefmiðlinum eyjunni á fyrirhuguðu einkasjúkrahúsi á Keflavíkurflugvelli.

VG: SVARIÐ LIGGUR Í HRUNINU

Sæll Ögmundur.. Þakka þér fyrir greinarnar um einkasjúkrahús í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Ég treysti því eins og þú, að læknar hugsi sig nú um og geri sér grein fyrir því í fullri alvöru hvað felst í einkasjúkrahúshugmyndunum Róberts Westmanns og Árna Sigfússonar, og hvar hagsmunir þeirra liggja.

BANKI ALÞÝÐUNNAR

Sæll Ögmundur.. Nú er það svo að í hinum stóra heim fjármagnsins eru bankar og fjármálastofnanir reknir af græðgi.

ÞÖRF Á NÝRRI VÍGLÍNU

Í framhaldi af pistli þínum, "Aftur" langar mig að spyrja: Hvað ætlar þú að gera, Ögmundur? VG gerir ekkert - þú ert í VG, þú styður þá ríkisstjórn sem gerir ekkert til varnar heimilunum en býr í haginn fyrir bankakerfi og aðrar fjármálstofnanir svo þær geti búið í haginn fyrir fjármagnseigendur.