HVAR ER NÝJA ÍSLAND?
20.02.2010
Ekki finnst mér ganga nokkuð, að koma á breytingum á Íslandi. Allt virðist vera enn í sama farinu, bankaráðsmenn skammta sér ofurlaun og útrásarvíkingar látnir í friði og geta, að því er virðist haldið áfram að spila sama leikinn, samanber Ólaf Ólafsson í Samskip, sem er að mínu mati, ekkert annað en bankaræningi.