Fara í efni

PÉTUR OG "PÉTUR"

Sæll Ögmundur.
Vandi fylgir nú nafni mínu. Þórólfur Matthíasson verður að átta sig á að ég er ekki Pétur. Mér finnst hálf grínaktugt að þurfa að benda honum á að ég er sem sagt ekki Pétur, heldur Pétur Örn Björnsson og ég er alls ekki uppdiktuð persóna. Það rennur blóð um æðar mínar og mér sveið eins og fleirum þegar Þórólfur fór eins og "economic hitman" með níði eftir ströndum Noregs. Í mínum huga fór þar ógæfumaður. Vonandi hressist samt Eyjólfur, eða Þórólfur, brátt og tekur sönsum.
Pétur Örn Björnsson

Það er að vísu annar Pétur sem skrifað hefur á síðuna að undanförnu. Sá er ekki uppdiktaður fremur en þú þótt í hans tilviki - gagnstætt þínu -  sé um höfundarnafn að ræða. En við tveir, ég og "Pétur" sjálfur að sjálfsögðu, vitum hver býr að baki höfundarnafninu.
Kv.
Ögmundur